Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 47
Nokkrar forndysjar í Rangárþingi.
Sem alkunnugt er, hefir allvíða blásið land í Rangárvaliasýslu.
Langmest hefir kveðið að þessu í Landmannahreppi og á Rangár-
völlum, en þó einnig nokkuð í Landeyjum. Þessi iandblástur eða upp-
blástur hefir eflaust orsakast af frosti og harðindum upphaflega, sam-
fara mikiu öskufalli, nýju eða gömlu, frá eldgosum, einkum í Heklu-
fjalli, og i Landeyjunum þar að auki af sandi frá Þverá. Við upp-
blásturinn og sandfokið hafa ýmsar jarðir farið í eyði, og er jarðveg-
ur blés allur, urðu eftir leifar af bæjunum og öðrum húsum, girðingum
og öðrum mannvirkjum úr grjóti, — svo sem vottur um blómlega
byggð og sveitasælu fyr á öldum, þar sem nú eru að eins eyði-
hraun og svartir sandar.
Þegar jarðvegurinn blés á braut, hafa eflaust komið fram víða
hjá bæjaleifunum fornar dysjaleifar, þar sem þeir menn höfðu verið
heygðir, er þar dóu heima í heiðni, — eða þar sem þeir höfðu fallið
í bardaga, t. d. dysjarnar við Rangá eystri, eftir bardaga Gunnars á
Hlíðarenda og bræðra hans við þá, er sátu fyrir þeim við Knafahóla').
Því miður eru nú fáar þessara fornu dysja kunnar, og þó nokkrar frá
síðastliðinni öld. Um flestar er ekkert kunnugt og fátt eitt til nú af
þeim fornleifum, sem fundizt hafa í þeim. — í sumum bæjaleifunum
hafa fundizt forngripir1 2), en minna en mátt hefði verða, því að þær
voru ekki rannsakaðar þegar helzt skyldi eða jafnóðum og blés. Nú
mun það helzti seint.
Á síðustu árum hefir blásið upp nokkrar fornmanna dysjar á
Landi og eina (með 2 hestsdysjum hjá) skammt frá Hemlu í Land-
eyjum. Þykir rétt að skýra hér frá þessum fornleifafundum, því að*
allt þess háttar þykir eiga bezt heima í árbókum Fornleifafélagsins.
1) Sbr. ritgerð Kr. Kálunds í Aarböger for nord. Oldkh. 1882, bls. 63—64.
2) Sbr. fyr-nefnda ritgerð eftir Kr. Kálund, bls. 73—75. — Ýmislegt hefir
fundizt síðan hún var rituð, t. d. í bæjaleifunnm efst á Rangárvöljum og íl
Vorsabæ forna í Landeyjum.