Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 53
53 nær dregur oddmyndaða endanum. — Eldtinnur tvœr fundust enn fremur og er járnbútur fastur af ryði við hina minni; sennilega af eldstáli; hann er 5,1 cm. að lengd, næsta ferstrendur, og 0,8 að þykkt, en 1,2 cm. að breidd. Sú tinnan er lítil mjög, um 2,5 X 3,5 cm. að þverm. og 0,8—1,9 að þykkt, en hin er 6,4 að lengd, um 2 að þykkt og nokkurn veginn þríhyrnd, 4 cm. að breidd í annan endann, en myndar sljóvan odd í hinn, og hafði verið brotin þar eftir að hún fannst. — Hnifblad, sennilega af mathníf, hafði einnig fundizt; það er ekki heilt nú; þetta brot er 7,2 cm. að lengd og er oddurinn á öðr- um enda, en breiddin mest 1,8 cm. — Þá er að geta um nokkur met, samföst af ryði; eru það 4 met úr blýi, að því er helzt virðist, og eitt úr járni, eða þakið ryði, sé þar ekki að eins um ryðkökk að ræða. Stærsta metið er sem keilustúfur, 1,3 cm. að hæð og 1,4—1,9 að þverm.; annað er hálfkúlumyndað, og þó í skálar að ofan og neðan; það er 0,8 að hæð og 1,1 cm. að þverm.; þriðja virðist vera hnött- ótt og 0,9 cm. að þverm., en hið fjórða flatt og ferskeytt, um 1,9 X 0,9 cm. að þverm., og 0,4 cm. að þykkt. — Þá eru gripir, sem sjaldan munu hafa fundizt í fornum dysjum hér, svo kunnugt sé. Er þar fyrst að nefna klömbur úr beini, eða klambrarbrot, því að nú vantar af báðum endum, en miðjan er öll og er þar járnnagli gegnum, með róm á endum; er breiddin þar 3,6 cm. og þykktin 2. Þar næst er að telja fisköngla 3 úr járni, bundna saman með bandi, líklega færinu; þeir eru nú mjög ryðbólgnir og fastir saman af ryði, en Iög- unin sést þó vel. Lengdin er 11,8 cm. og breiddin um odd og legg 4,2. Lykkjur eru á endum. Lengdin af öngulsoddi á agnhaldsodd er 2,3 cm. Gildleikin hefir verið um 4—5 mm. Eru önglarnir of stórir fyrir þá fiska, sem hér eru í vötnum, og eflaust gerðir til sjávar- fiskis. Enn fremur fannst járnkrókur, líkur þessum öngium, en á hon- um er hvorki agnhald né lykkja eða spaði. Lengdin er 12,7 cm. og breidd um odd og legg 3,6 cm., en gildleikinn er nú 0,7 cm. Hesturinn hefir sennilega verið heygður með reiðtygjum. Meðal þess, sem fundizt hafði, voru járnmél með hringum. Þau eru lík þeim, er nú tíðkast, en þó mislöng: 7,5 og 9,3 cm., ferstrend og næsta óþjál; hringarnir um 5 cm. að þverm. að utan. Þeir eru brotnir, einkum annar, og mélin með miklu ryði áföstu, og smásteinum við, sem bundizt hafa í ryðinu. — ■!árnhringja, líklega af gjörð eða reiða, hafði enn fremur fundizt. Hún er heilleg, ferskeytt, um 5,7 cm. á hvorn veg, og er dálítið bogadregin að framan. Þornið stórt, laglega sveigt. — Auk þess fundust margir járnmolar og ryðþrungin viðar- brot; mun sumt af þvi vera úr söðli eða af skildinum, eða jafnvel

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.