Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 20
20 hafa verið verið kljásteinar; þeir eru um 350—900 gr. að þyngd. Eru það eygðir og urðir hraungrýtismolar. — Steinbrandsmoli svartur fannst við austurvegg sunnarlega; hefir verið borinn inn, en varla getað verið notaður. Áin hefir borið hann fram, ofan úr fjöllunum. — í Drápuhlíðarfjalli er mikið lag af líkum steinbrandi, og finnast þar stórir stofnbútar, steinrunnir. — Þar er einnig surtarbrandur, hátt uppi. — En ekki er þessi moli þaðan. — Járnstykki ferstrent, 1. 9,2 cm., broddmyndað, fannst hér einnig í suðurendanum. Enn fremur fundust þar 2 marglitir jaspismolar, sem hafa verið notaðir fyrir eldtinnur; er annar 1125 gr., en hinn að eins 62. — Flatur, fer- strendur steinn, sams konar og ferstrendi brýnissteinninn, sem fannst í nyrðri bæjarleifunum, fannst hér einnig; hann er ekki með nein merki þess, að brýnt hafi verið á honum, en sennilega hefir hann þó verið til þess ætlaður og tekinn heim. Hann er 26,2 cm. að lengd, 6—8 að breidd og um 3 að þykkt. Tvö lítil brot fundust enn fremur úr sams konar brýnissteinum og eru máðir fletir eftir brýnslu á þeim báðum; 15. mynd. Örvaroddur. er hið stærra liðugir 8 cm. að lengd, endi af brýni, 6,6 að breidd og 2,1 að þykkt; hitt er minna, en sjá má, að það brýni hefir verið 6,7 að breidd og 2,5 að þykkt, og kunna því bæði brotin að vera af sama brýninu. — í suðurhluta hússins fannst einnig annar ferstrendur steinn, úr blágrýti, en rauðbrúnn að lit. Hann er dálítið boginn, mjórri í annan endann og er þar sem sljó egg á, en á hinum er skáflötur. Hann er að Iengd 47 cm., um 7—8 að br. og 6—8 að þykkt. Hann virðist hafa verið notaður sem eins konar hæll, eða jafnvel sem eins konar sleggja eða barefli, og þá bundinn í skaft. Að minnsta kosti hefir hann verið hirtur og síðan notaður til einhvers svo sem áhald. — Hjá langeldsstæðinu fannst auk eldtinnanna, kljá- steina tveggja, járnbrots og brýnissteinsbrotsins minna, lítil, hvít tala með gati á miðju, nær kringlótt, 2,2—2,3 cm. að þverm. og 0,4—0,6 að þykkt; virðist vera úr steini eða brenndum leir og er svo að sjá sem hún hafi verið á steinasörvi eða gerð til þess. — Úti við vestur- vegginn, út undan langeldinum, fannst enn fremur örvaroddur; hann er 9,3 cm. að lengd og mun hafa verið vel 2 cn. að breidd þar sem hann var breiðastur, um miðja fjöðrina. Hann er sem annað úr járni, er hér fannst, bólginn af ryði og ummyndaður. — Úti á gólfinu þar skammt frá fannst hausstór nagli, og um mitt hús fundust 4—5 aðrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.