Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 80
80 íhafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki sást þar til tófta í lok nítjándu aldar. Góðan spöl suður frá Miðfelli, þar, sem vegurinn liggur fast við vatnið, er Reyðarvík. Sunnan-við hana, rétt við vatnið, er klapparhóll með tóftum, sem Mangastekkur heitir. Þaðan sa. er enn fallegur hóll; það er Borgarhóll. Þar sást fyrir kringlóttri fjárborg eftir 1890. Þar austur-af heita Brúnir; það er stórt svæði, með hólum og lautum. Norðan-á þeim heitir Langi-Skyggnir, stór og langur, mosavaxinn bali með vörðubroti; af honum var rifinn allur mosi að austanverðu, milli 1880 og 1890. Sunnan-i Brúnum eru Grenjabrekkur. Þær snúa móti suðri og eru því nær í norður frá Hraun-Skyggni. Na. af Grenja- brekku er stór og digur varða, er Herdísarvarða heitir, að vestan- verðu við Hraungötu, sem lá frá Ferðamannahorni í Miðfellsfjalli, suð- ur hraunið og á Kaldárhöfðavelli. Austan Hraungötu og Herdísar- vörðu er talsvert stór hólaþyrping; það eru Gjáarhólar; er gjá eftir þeim endilöngum, og sjást drög þeirrar sömu gjár langs eftir öllu hrauninu, frá því móts-við norðurenda Driftar og suður í vatn við Mölvíkur. Stefna hennar er mjög lik stefnu heiðarbrúnarinnar. Suður-frá Miðfellstúni er hár malarhryggur, er Sandskeið heitir. Þar suður-frá er lág hamrabrún með vatninu, er Klappir heitir og nær allaleið til Reyðarvíkur. Á hér um bil miðjum Klöppum er Klappavarða, og sunnan á þeim Iítil laut, austan götu; það er Klappadalur. Þar austur-af er stór grjóthóll; hann heitir Vellhóll. Skammt þar norðaust- ur-af eru Dagmálabrúnir og þar á Dagmálavarða. Þaðan beint að sjá á bæinn, og því sem næst á miðri leið, er lágur og ljótur hellir; það er Dagmálahellir. Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur hraunið, fyrir norðan Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur i Drift, og er heybandsvegur á sumrum. Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað sauðir og tuttugu til þrátíu ær. Heyið var gefið á gadd, sem kallað var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utanum og át. Fór furðu lítið til ónýtis. Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heit- ir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þver- gili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur-af Miðfellstúni er Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er Sigghólsgötuvarða. Þar austur-af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.