Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 80
80
íhafði verið sel frá Kaldárhöfða, sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ekki
sást þar til tófta í lok nítjándu aldar.
Góðan spöl suður frá Miðfelli, þar, sem vegurinn liggur fast við
vatnið, er Reyðarvík. Sunnan-við hana, rétt við vatnið, er klapparhóll
með tóftum, sem Mangastekkur heitir. Þaðan sa. er enn fallegur
hóll; það er Borgarhóll. Þar sást fyrir kringlóttri fjárborg eftir 1890.
Þar austur-af heita Brúnir; það er stórt svæði, með hólum og lautum.
Norðan-á þeim heitir Langi-Skyggnir, stór og langur, mosavaxinn bali
með vörðubroti; af honum var rifinn allur mosi að austanverðu,
milli 1880 og 1890. Sunnan-i Brúnum eru Grenjabrekkur. Þær snúa
móti suðri og eru því nær í norður frá Hraun-Skyggni. Na. af Grenja-
brekku er stór og digur varða, er Herdísarvarða heitir, að vestan-
verðu við Hraungötu, sem lá frá Ferðamannahorni í Miðfellsfjalli, suð-
ur hraunið og á Kaldárhöfðavelli. Austan Hraungötu og Herdísar-
vörðu er talsvert stór hólaþyrping; það eru Gjáarhólar; er gjá eftir
þeim endilöngum, og sjást drög þeirrar sömu gjár langs eftir öllu
hrauninu, frá því móts-við norðurenda Driftar og suður í vatn við
Mölvíkur. Stefna hennar er mjög lik stefnu heiðarbrúnarinnar.
Suður-frá Miðfellstúni er hár malarhryggur, er Sandskeið heitir.
Þar suður-frá er lág hamrabrún með vatninu, er Klappir heitir og nær
allaleið til Reyðarvíkur. Á hér um bil miðjum Klöppum er Klappavarða,
og sunnan á þeim Iítil laut, austan götu; það er Klappadalur. Þar
austur-af er stór grjóthóll; hann heitir Vellhóll. Skammt þar norðaust-
ur-af eru Dagmálabrúnir og þar á Dagmálavarða. Þaðan beint að sjá
á bæinn, og því sem næst á miðri leið, er lágur og ljótur hellir; það
er Dagmálahellir.
Frá bænum liggur Hellisgata austur að fjárhelli fyrir norðan
Dagmálabrúnir. Að hellinum er hægt að ganga á 20 mín.; hann er
kippkorn na. af Brúnum. Frá hellinum heldur gatan áfram austur
hraunið, fyrir norðan Gjáarhóla, sunnan Háhrauns austur i Drift, og
er heybandsvegur á sumrum.
Hellirinn er hið mesta hrakhýsi, lágur, dimmur og blautur. Þar
var byggð heyhlaða 1892; í honum var haft á vetrum um hundrað
sauðir og tuttugu til þrátíu ær. Heyið var gefið á gadd, sem kallað
var, með öðrum orðum: látið á fönn. Féð þyrptist þar utanum og át.
Fór furðu lítið til ónýtis.
Önnur gata lá frá bænum austur hraunið, talsvert norðar, og heit-
ir Sigghólsgata; skiftist hún við Sigghól; sú syðri liggur austur að Þver-
gili í Drift, en hin að Driftarenda. Lítinn kipp austur-af Miðfellstúni er
Byrgishóll, norðan Sigghólsgötu. Lengra austur, sunnan götunnar, er
Sigghólsgötuvarða. Þar austur-af, norðan götu, eru Sigghólsgötuhellar,