Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 74
74
Norðurleit (41), en milli Kisár og Arnarfells Lengri-Norðurleit (42). Þeir,
sem smala þá leit, eru 9 daga frá heimili sínu. Framan Dalsár er
Skiftibrik (43). Skammt frá henni er Hlaupið (44). Dalsá rennur þar
milli klappa og eru ekki meira en 4 álnir milli klappanna. Flesta mun
nú samt bresta kjark að hlaupa þar yfir, því ef útaf ber, þá er dauð-
inn vís. Síðastur mun Sigurður Jónsson, bóndi i Hrepphólum, hafa
hlaupið þar yfir. í Skiftibrík er skipað í Ieitir. Vesturhlið afréttar
framan Dalsár heitir einu nafni Öræfin (45). Innst á þeim er hnúkur,
er heitir Öræfahnúkur (46); sést af honum yfir þveran afréttinn; fyrir
framan hnúkinn er Litli-Öræfahnúkur (47); vestan-undir þeim er
Öræfaslakkinn (48). Framarlega á Öræfunum er ás, er heitir Helga-
vatnshnúkur (49); framan-undir honum er Helgavatn (50). Á þessum
öræfum sjást stórkostlegar minjar ísaldar og djúpar rispur í klapp-
irnar. Dálítið neðar en Skiftibrík er ás, er heitir Kongsás (51); ber
hann nafn sitt af því, að gangnaforinginn (fjallkongurinn) fer alltaf
iram ásinn. Austur af Kongsás er mikið sléttlendi, grasi gróið, er heitir
Krókur (52); nær hann að Þjórsá og inn að Dalsá. Framan-við Krók-
inn er Niðurgöngugil (53). Leitarmenn fara þar niður í gljúfur, er
er Þjórsá rennur eftir, og er sú leit all-ægileg, þegar Þjórsá er mikil.
Fyrir framan Niðurgöngugil kemur Ófærutangi (54); fremsti oddinn
á honum er örmjór, og flughamrar báðumegin; fram af þessum odda
verður einn leitarmanna að fara; verður hann að hlaupa fram af bergi,
er nemur við öxl á hæð, og niður á móbergshrygg, örmjóan, og má
ekkert útaf bera, því flughæð er til beggja handa. Á hryggnum er
stór klettur, er sýnist loka leið, en norðan-við hann er sylla, og hana
verður að fara. Við enda hennar kemur enn bergstallur, hærri en sá
efri. Fram af honum verður að hlaupa og niður á melhrygg. Neðan-
við hrygginn er enn berg, sem er meira en mannhæð; fram af þeim
stalli verður að hlaupa, og þá er komið niður. Bergið í þessum stöll-
um er slétt. Tanginn mun bera nafn sitt af þessari lítt færu leið. Á
móts við Ófærutanga er foss í Þjórsá, er heitir Dynkur (55). Holtamenn
kalla hann Búðarhálsfoss, en nafnið Dynkur er haft eftir Oddi Árna-
syni í Háholti, gangnaforingja um 40 ár. Framan-við Kongsás rennur
Hölkná (56). (Venjulegast nefnd Hörkná). Fellur hún í Þjórsá framan-
við Ófærutanga. Dálítið framar en Hölkná er Rótamannagil (57). Þá
Geldingaá (58). Innan-við Geldingaá, þar sem hún fellur í Þjórsá, er
Geldingatangi (59), á móts-við hann er Gljúfurleitarfoss (60) í Þjórsá.
Framan-í Geldingatanga er stórkostlegt stuðlaberg, heilsteyptir drang-
ar, um 30 faðma háir. Hjá upptökum Hölknár er ás, er heitir Innri-
Hnappalda (61). Vestan-við hana er graslendi, er heitir Innra-Hnapp-
ölduver (62). í miðju þess eru þrír steindrangar, er heita Þríburar