Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 88
88 Dölum. Þar nokkru utar heitir Hoífell, fagurt fjall. Norðanvert við það segja sumir, að sé klettur sem kista í lögun. Þar er líka kölluð Goða- borg, og er sund á milli hennar og fjallsins. 13. Gunnarstindur heitir hár og fagur hnjúkur innarlega á fjall- inu milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar, norður-frá Heydölum; fagurt fjall. Þar eru sögð grjótlög uppi á tindinum. Ekki þekkist nú neitt fornhelginafn beint tilheyrandi þessari sveit, nema ef það er þetta, þótt Þórhaddur hinn gamli legði Mærinnar-helgi á allan fjörðinn. 14. Godaborg nefnist enn fjallshyrna norðan-í fjallgarðinum á milli Breiðdals og Berufjarðarstrandar, upp frá Ósi. Þessi hornskagi, eða fjallshyrna, er slétt ofan og ærið bratt þangað upp. Er þar eng- inn klettdrangi að sjá sem annars staðar. 15. Goðaborg heitir líka hamrastallur hátt uppi í hinu fagra fjalli, Búlandstindi í Hálsþinghá, skammt frá Djúpavogi. Stallur þessi er norðaustan-í fjallinu, fyrir ofan það mitt, og er sagður breiður og sléttur ofan. Bratt og harðsótt er upp þangað. Sumir segja vatn þar uppi nálægt, er þvegin hafi verið í innyfli þeirra dýra, sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar. Vestan-af Ströndinni, yfir fjörð- inn, er stallur þessi tilsýndar sem framrétt altari úr fjallinu. 16. Goðatindur heitir hár fjalltindur norður- og upp-frá Hofi r Álftafirði (syðra). Þaðan segja munnmælin, að heiðnu dísirnar kæmu, er vágu Þiðranda Siðu-Hallsson. Sést þar grjóthleðsla uppi á tindinum, forn mjög. Þiðrandalág heitir í Hofstúni vestan-verðu, þar, sem leiði Þiðranda hefir til skamms tíma sést. Nú hefir lágin fyllzt að hálfu af hlaupi. — Þangbrandsbryggja, Þangbrandshróf og Þangbrandskirkja þekkjast enn í Álftafirði. — Goðaborg er og sagt að heiti á fjallinu upp-af Eystra-Firði þar, norðaustur-frá Al- mannaskarði. 17. Goðaborg er ein enn klettstapi uppi á Reyðarártindi í Lóni, sem sumir nefna Rauða-aurártind. Hann er svo fráskilinn fjöllunum í kring, að ríða má allt í kringum hann; er þó fjallið vel mikið. Sagt er, að Goðaborg þessi sé hof. Er það því til sönnunar, að stúlka ein villtist úr smalaför upp á tindinn, og kom þar að húsi, er hún taldi vera veglegt hof. Stóð lykill í skrá, og koparhringur mikill var í hurðinni. Grípur hún nú fyrst um lykilinn og vill lúka upp, en fékk eigi orkað því. Greip hún þá í hringinn og hnykkti svo fast, að hann losnaði úr hurðinni. Varð hún þá hrædd og hljóp af stað, og ætlaði heim, en vissi eigi fyr af en hún kom aftur að húsinu. Fór svo þrí- vegis. Þá vann hún það heit að gefa Stafafells-kirkju hringinn. Þá rataði hún heim. Var sá hringur þar lengi síðan í kirkjuhurð, en nú er hann á Þjóðminjasafninu í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.