Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 23
23
hlóðir, en það getur þó varla verið, því að eldsmerki voru ekki nema
á annarri hellunni, þeirri sem nær er bekknum. Hún er kafin í sóti,
nákvæmlega eins og hlóðagrjótið, og það liggur nærri að halda, að
hún sé einmitt hellan, sem vantar í suðurhlið hlóðanna. Til hvers sem
þetta skot hefur verið notað, virðist það þannig ekki vera uppruna-
legt í stofunni, heldur standa í sambandi við einhverjar breytingar,
14 mynd. Kljásteinar og útskot í stofuliorni. — Loom weights and a \niche
in one corner of the living-room.
sem gerðar hafa verið innanbæjar. Ef til vill er þá hin hliðarhellan
einmitt hella sú, sem vantar syðst í vestari bekk. Rétt fyrir framan
skotið og sumpart inni í því lágu 34 kljásteinar úr vefstól. A bak við
ínnri helluna er fastskorðaður lögulegur steinn, sem líklega er stoð-
arsteinn, og í suðausturhorninu er steinn á gólfi, sem sama hlutverki
gegnir.
I norðausturhorni stofunnar, framan við bekkinn og sumpart undir
honum, er gróf í gólfið, 25—30 sm í þvm. og 30 sm djúp. I henni
var enginn steinn, en full var hún af venjulegu öskuhaugarusli, ösku,
beinum, brenndum og óbrenndum, kolamolum, flestum litlum. Ofan