Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 108
KUMLATEIGUR Á HAFURBJARNARSTÖÐUM.
Eftir Kristján Eldjárn.
I Skýrslu um Fomgripasafn II, bls. 67—78, hefur Sigurður Guð-
mundsson málari lýst einum hinum merkasta heiðna kumlateig, sem
enn hefur fundizt hér á Iandi.* 1 2) Sú greinargerð er ýtarleg og góðra
gjalda verð, en öll lýsing kumlanna er byggð á frásögnum annarra,
þar eð Sigurður kom aldrei á staðinn, að því er séð verður. Ef hann
hefði átt þess kost að gera rannsókn á kumlateignum, hefði hann án
efa komizt að raun um, að þar mátti enn bjarga margri vitneskju um
grafsiði og haugfé. Eftirleit sú, sem þurft hefði að gera þá, var hins
vegar ekki gerð fyrr en 1947, en þar eð nú er ekki von til að fleira
finnist á staðnum, þykir rétt að skýra enn á ný frá þessum merka
fornleifafundi, þótt því fari fjarri, að vitneskjan sé svo fullkomin sem
ákjósanlegt væri.
Hafurbjarnarstaðir í Miðneshreppi eru rétt austan við Kirkjuból
hið forna, á tá Garðskagans, sem forðum hét Rosmhvalanes. Rétt hjá
bænum liggur hinn mikli Skagagarður, sem eitt sinn girti af skaga-
tána og skaginn dregur nafn af nú.“) Innan þessarar girðingar hafa
verið akrar áður fyrr, en nú er það svæði mikið skemmt af sandfoki;
er strandlengjan öll með ljósum sandi, sem fýkur mjög til og frá og
veldur spjöllum. Þetta sandfok hefur leitt í ljós hinn forna kumlateig
rétt innan við girðinguna, norður af bæ á Hafurbjarnarstöðum. Fyrstu
tíðindi af kumlateig þessum eru þau, að presturinn á Utskálum, Sig-
urður B. Sívertsen, segist minnast þess, að bein úr kumlunum hafi
blásið upp og verið færð í kirkjugarð þar um 1828. ,,Þar fannst og
siUurhringur með gömlu verki, líkt eins og á mörgum steyptum beltis-
3) Auk þessarar lýsingar Sigurðar hefur liann einnig getið kumlateigsins
i bréfi til Jóns Sigurðssonar, pr. í Árbók 1929, bls. 55—5G. Sjá einnig Kr.
iválund: Islands beskrivelse I, bls. 34—3G og Aarböger for nord. Oldkh. og
liist. 1882, bls. 60—Gl. — Gripirnir frá Hafurbjarnarstöðuin eru Þjms.
557—57G, G41—642, 10. 10. 1938, 3. 5. 1939, 2. G. 1947, G. G. 1947, 30. 7. 1948.
2) Sbr. Kr. Kálund: Islands beskrivelse I, bls. 34,