Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 37
37
Um þök útihúsanna er ekki mikið að segja. Líklega hefur ekki
verið notað til þeirra annað en íslenzkt birki, þar sem húsbreiddin
fer varla fram úr 2 m.
Ef maður vill, út frá þessum fjárhúsakosti, reikna út sauðfjárfjölda
á Þórarinsstöðum, verður að fara eftir reglum Búalaga. Þar er (sama
útg. og bls. og á bls. 30 hér að framan) regla um rúm fjárhúsa,
sem sýnilega á við hús með jötum við báða veggi og er því óviðkom-
andi Þórarinsstaðahúsunum. En um jöturúm segir svo: ,,Sjö rosknir
sauðir éta á faðmi, en lömb 10.“ Þarna er átt við málfaðm, sem er
3V2 alin forn eða 172 sm.1)
Fjárhús A var svo illa farið, að erfitt er um lengd þess að segja.
Þó hefur það verið minnst 4 m eða 2,3 málfaðmar, og hefur því
verið þar jöturúm fyrir minnst 15 sauði.
Fjárhús B er 10,5 m að 1., en jötulengdin er 12,4 m eða um 7,8
málfaðmar með jöturúmi fyrir 55 sauði eða þar um bil.
Fjárhús C hefur 18 m langa kró með ögn styttri jötu. Hún er þó
22. mynd. Rauðalirúga, varin liellum, í jötuhaus í fjárhúsi C. ■— A lieap of
iron ore, shellered by flag-stones, at tlie cnd of a manger.
0 Sbr. Björn M. Ólscn í Árbók 1910, bls. 9 o. áfr.