Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 19
19
stafni. Fremri endinn lokast af 70 sm hárri hellu og stoðarsteini fram-
an við, þannig að hann verður í sethorninu. I frambrún setsins eru
fremst hellur og steinar á stangli, en innst tvær stórar hellur á rönd,
35 sm háar og framan við þær langur, strendur steinn til stvrktar.
Fyrir innri enda setsins eru ekki hellur, en þar er ferstrendur stoðar-
steinn, 75 sm frá vegg, kirfilega festur í gólfinu (sjá þverskurð).
Eystra setið er jafnlangt hinu, en dálítið mjórra, 1,15 m breitt.
Hæðin er sú sama. Það nær jafnlangt inn og hitt, en ekki alveg fram
að bakdyrum. I báðum hornum þess eru strendir stoðarsteinar álíka
eins og í innri enda vestra setsins. I frambrúninni eru 4 stórar hellur
á rönd og ná rétt inn fyrir eldstæðið. Þær hafa nú allar snarazt tölu-
vert fram yfir sig.
Skálagólfið er 25 sm lægra en setin, eins og áður er sagt, en sjálft
er það lárétt og mishæðalaust. A því er eldstœSi fram af miðjum set-
um, en töluvert nær eystra seti en vestra (11. mynd). Það er 1,2 m
langt og 90 sm breitt, gert af
flötum hellum, en sunnan við
aðalhelluna er dálítil gróf, sem
vafalaust hefur verið feluhola.
Þetta er önnur tegund eldstæðis
en eldstæðin í Stöng, því að hér
er ekki um neina kassalagaða
steinþró að ræða eins og þar.
A eldstæðinu var töluverð aska
og steinarnir eldsprungnir. Rétt
fyrir sunnan suðausturhorn eld-
stæðisins er ein hella í gólfi,
einnig mikið eldborin. Suður af
henni og upp við eystra setið er aflöng hola í gólfið, 50 sm löng, 15
sm breið og 15 sm djúp. Hún var full af viðarkolum og stendur á ein-
hvern hátt í sambandi við eldstæðið.
Frá enda setanna og inn að suðurgafli er 1 m breitt svæði. Þar er
ekkert að sjá annað en einn flatan stein austan við dyr til stofu. Gólf-
mu hallar lítið eitt upp að veggjum báðum megin.
A austurvegg skálans eru bakdyr, beint á móti aðaldyrum. Þær
eru 65 sm breiðar. Innst í þeim er þrephella stór, annars eru þær
ósteinlagðar með öskugólfi, sem fer jafnt hækkandi alla leið fram að
hellum þeim, sem þar eru fyrir framan dyrnar. Þessar bakdyr hafa
einkum verið notaðar til að bera út ösku og úrgang, því að fyrir
11. mýnd. Eldstæði á skálagólfi.
Tlie fire-place in tlie hall.
o*