Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 27
27
legt er, að hann hefur álitið, að engir stafir hafi verið innan í jarð-
kerum þessum, heldur hafi þau verið eins konar skyrgryfjur. Vafa-
samt er þetta, þó að slíks kunni að hafa verið dæmi. A Skriðu í Fljóts-
dal fannst t. d. slík skyrgryfja, eins konar skyrkjallari, en hann var
haglega hlaðinn upp úr grjóti, snyrtilegur og ferhyrndur.1) En oftast
nær munu þó þessi för eftir skyrgeymsluílát vera eftir stór keröld úr
stöfum, og svo hafði verið bæði í Stöng og á Þórarinsstöðum. Á Hóli
í Hvammssveit var verið að grafa fyrir húsi 1927. Var þá komið
ofan á leifar tveggja sáa með ,,einhverjum matarleifum í,“ en staf-
irnir voru svo fúnir, að þeir tolldu ekki saman. Botninn var hins vegar
sendur á Þjóðminjasafnið. Hann hefur verið 1,13 m í þvm., með
tveimur okum, eins og myndin sýnir (16. mynd).
Annar forn skyrsár fannst á Bjargi í Miðfirði 1946. Ég var á ferð
um Húnavatnssýslu þá og rannsakaði fornleifar þessar vandlega.
Sárinn fannst þannig, að verið var að grafa fyrir hlöðu í fjóstóftinni
gömlu að baki bæjarins. Grafið var með vélskóílu. Þarna voru miklar
mannvistarleifar, rofmold, aska, gólfskánir. Neðst var komið ofan á
stafaker og var botn þess um 50 sm neðan við neðsta gólflagið, og
því hefur kerið verið niðurgrafið, a. m. k. sem því svarar. En frá
gólfi fjóstóftarinnar var 2,3 m niður að keraldsbotni. Það var sett
saman úr 30 misbreiðum stöfum, 7,4—20 sm breiðum. Sá hæsti
var 52 sm frá lögg, en enginn þeirra hafði upprunalega hæð. Kerald-
ið mjókkaði upp eftir, þannig að þvermál þess var 1,23 m neðst,
en 1,17 m 35 sm ofar. Botninn var settur saman úr fjórum fjölum,
2 sm þykkum, og tveimur okum neðan á, með 14 sm millibili (16.
mynd). Okarnir voru negldir við fjalirnar með 6 og 7 trétöppum,
sem fleygur var rekinn í að neðan til að herða á þeim. Keraldið var
höggvið ofan í móhellu og troðið þétt niður með því. Það er annars
einkennilegt, að engin merki girðis sáust, og það raunar ekki heldur
í Stöng eða á Þórarinsstöðum, þó að greina mætti för eftir stafina í
vikri þeim og sandi, sem troðið hafði verið niður með sáunum. Mér
hefur dottið í hug, að engar gjarðir hafi verið á þessum keröldum, a.
m. k. að neðanverðu, en hinn þétttroðni jarðvegur, sem umlukti þau,
hafi komið í þeirra stað. Víst er það, að hann hefur að einhverju
leyti komið í gjarða stað, þó að aðalhlutverk hans hafi verið að verja
stafina fúa.2)
J) Jón Jónsson í Árbók 1897, bls. 22—24.
2) Æði oft hafa safninu borizt skyrleifar, sem fundizt hafa í rústuin, t. d.
J’jms. 1940, 2714, 4300—07, 4398, 9351.