Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 58
58
5. mynd. SnW frá Rógshólum. — A section at Rógshólar.
blaðinu frá 1709 sást þar þá ekki til rústa, og getur verið, að þær
hafi þá verið huldar fokjarðvegi, sem síðan hafi blásið af. Brynjólf-
ur Jónsson segir um Rógshóla eftir ferð sína 1895: ,,Þar eru smá-
hólar austan við ána (þ. e. Stangará) móts við nesið. Eru sumir
þeirra að blása upp, og hefur fyrir löngu komið þar í ljós rúst allmikil,
sem nú hefur þó misst alla lögun og er orðin að grjótbreiðu.*'1)
Brynjólfur nefnir ýmsa muni, sem þarna hafi fundizt. Ekki munu
þó allar rústirnar hafa verið örfoka, þegar Brynjólfur kom þar að,
því að enn eru steinar úr hleðslum að koma fram vestan undir barði,
1—2 m háu. Austan undir barðinu, allmiklu austar, koma einnig
fram hleðslusteinar, og þar fannst nýlega brot af járnkrók. Ofarlega
í þessu barði eru öskulögin III—V, en ljósa vikurlagið VI, sem hér er
um 9 sm þykkt og grófsöndugt, er um það bil í sömu hæð og grjót-
dreifin (sbr. sniðið á 5. mynd). 10 sm undir ljósa laginu er lag
Vlla. Af afstöðu hinna dreifðu hleðslusteina til öskulaganna er ekki
hægt að draga neinar öruggar ályktanir, en þar sem ljósa lagið VI er
svo þykkt og liggur hvergi svo að séð verði undir steinum eða öðrum
i) Árbók 189(5, bls. 4.