Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 72
72
stórum landnámum og stórbýlum fyrstu kynslóðanna var skipt, og lát-
ið það fyrst um sinn vera óskipta sameign allra jarða, sem áttu hlut
að. I Grágás eru ákvæði varðandi skóg, sem fleiri áttu saman (Stað-
arhólsbók, 423.—424. gr.). Um slíkt talar líka Njáls saga (36.
kap.). Þessi sameign mun víðast vera afleiðing jarðaskiptingar. Það
var svo lengi títt, að skipta aðeins heimalandi og láta allt annað land
óskipt, að þetta þarf varla frekari skýringar. Lögin gerðu mönnum þó
einnig auðvelt að skipta skógunum, þegar svo bar undir (Grágás,
Staðarhólsbók, 424. gr.).
Grágás geymir þar að auki ákvæði um skógareign og eins engja-
eign í landi annarra jarða (Staðarhólsbók, 412—416. og 424 gr.).
Þar eru þeir menn aðgreindir, sem eiga skóginn eða engið, og þeir,
sem eiga landið undir. Þessi ítök voru því aðeins afnotaréttindi, en
ekl'i eign. Mörg þess háttar ítök munu vera til komin þannig, að tvær
jarðir áttu skipti sín á milli, hvor lét hina fá eitthvað, sem hana van-
hagaði um. Þetta er eðlilegt og kemur í heimildum víða fram, beint
eða óbeint. Það eru þó líka nefnd ítök jarða í landi annarra, þar sem
engin koma á móti. Þetta hefur aftur getað orsakazt af skiptingu
jarða. En það mátti eins vel kaupa ítök eða taka þau í heimanfylgju
eða í vígs- eða sakabætur.
Mér þykir þó ólíklegt, að þar sé sögð sagan öll. Orðin teigur og tóft
og sumt annað virðist mér benda til þess, að oft hafi verið skipt með
meira skipulagi en haft mun hafa verið við skiptingu einstakra jarða,
hve stórar sem þær voru. Breiðabólstaður á Síðu átti um miðja 12.
öld átta skógarteiga á tveimur stöðum. Ég skil varla, að hann hafi
getað komizt að þeim öllum, nema skipt hafi verið með skipulagi og
í fremur stórum stíl.
Ég tel það alls ekki ósennilegt, að menn hafi einnig skipt almenn-
ingslandi. Við vitum, að almenningar voru lengi til, og þekkjum
suma, en þó fáa. Hvernig þeir hafa orðið til, held ég, að við vitum
varla, því að á því, sem sagt er um suma, þykir mér vera lítið mark tak-
andi. Grágás gerir ráð fyrir skógum í almenningum (Staðarhólsbók,
460. gr.). Þó að fyrstu landnámsmennirnir hafi víðast hvar að nafni
til eignað sér allt land milli fjalls og fjöru, virðast menn þó sums stað-
ar hafa litið öðrum augum á það og kallað óbyggð svæði almennings-
eign. Ég skil ekki, að land, sem Geirmundur heljarskinn átti, hefði
annars getað orðið að almenningi (Vestri-Almenningar á Hornströnd-
um).
Almennings- eða þá einskis eign — það kemur í nokkuð sama stað
niður — liggur mér nær að trúa, að hafi verið taldar meðal annars