Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 72
72 stórum landnámum og stórbýlum fyrstu kynslóðanna var skipt, og lát- ið það fyrst um sinn vera óskipta sameign allra jarða, sem áttu hlut að. I Grágás eru ákvæði varðandi skóg, sem fleiri áttu saman (Stað- arhólsbók, 423.—424. gr.). Um slíkt talar líka Njáls saga (36. kap.). Þessi sameign mun víðast vera afleiðing jarðaskiptingar. Það var svo lengi títt, að skipta aðeins heimalandi og láta allt annað land óskipt, að þetta þarf varla frekari skýringar. Lögin gerðu mönnum þó einnig auðvelt að skipta skógunum, þegar svo bar undir (Grágás, Staðarhólsbók, 424. gr.). Grágás geymir þar að auki ákvæði um skógareign og eins engja- eign í landi annarra jarða (Staðarhólsbók, 412—416. og 424 gr.). Þar eru þeir menn aðgreindir, sem eiga skóginn eða engið, og þeir, sem eiga landið undir. Þessi ítök voru því aðeins afnotaréttindi, en ekl'i eign. Mörg þess háttar ítök munu vera til komin þannig, að tvær jarðir áttu skipti sín á milli, hvor lét hina fá eitthvað, sem hana van- hagaði um. Þetta er eðlilegt og kemur í heimildum víða fram, beint eða óbeint. Það eru þó líka nefnd ítök jarða í landi annarra, þar sem engin koma á móti. Þetta hefur aftur getað orsakazt af skiptingu jarða. En það mátti eins vel kaupa ítök eða taka þau í heimanfylgju eða í vígs- eða sakabætur. Mér þykir þó ólíklegt, að þar sé sögð sagan öll. Orðin teigur og tóft og sumt annað virðist mér benda til þess, að oft hafi verið skipt með meira skipulagi en haft mun hafa verið við skiptingu einstakra jarða, hve stórar sem þær voru. Breiðabólstaður á Síðu átti um miðja 12. öld átta skógarteiga á tveimur stöðum. Ég skil varla, að hann hafi getað komizt að þeim öllum, nema skipt hafi verið með skipulagi og í fremur stórum stíl. Ég tel það alls ekki ósennilegt, að menn hafi einnig skipt almenn- ingslandi. Við vitum, að almenningar voru lengi til, og þekkjum suma, en þó fáa. Hvernig þeir hafa orðið til, held ég, að við vitum varla, því að á því, sem sagt er um suma, þykir mér vera lítið mark tak- andi. Grágás gerir ráð fyrir skógum í almenningum (Staðarhólsbók, 460. gr.). Þó að fyrstu landnámsmennirnir hafi víðast hvar að nafni til eignað sér allt land milli fjalls og fjöru, virðast menn þó sums stað- ar hafa litið öðrum augum á það og kallað óbyggð svæði almennings- eign. Ég skil ekki, að land, sem Geirmundur heljarskinn átti, hefði annars getað orðið að almenningi (Vestri-Almenningar á Hornströnd- um). Almennings- eða þá einskis eign — það kemur í nokkuð sama stað niður — liggur mér nær að trúa, að hafi verið taldar meðal annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.