Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 51
51
Milli laganna III og V er fínsöndugt, svart lag, mjög líkt lagi I,
enda má telja næsta öruggt, að það sé frá Kötlugosinu 1721, sem
var mikið öskugos. Barst aska þá til norðvesturs yfir Heklusvæðið,
Hreppa og Biskupstungur og allt til Norðurlands.
Milli vikurlagsins frá 1693 og gráa lagsins Vlla er í öllum jarð-
vegssniðum Þjórsárdals og nyrzt í Landsveit ljóst líparítöskulag
(VI). Rannsóknir okkar Hákonar Bjarnasonar 1934—1938 og at-
huganir mínar í Þjórsárdal 1939 leiddu í ljós, að þetta lag er hið
sama og finna má í jarðvegssniðum víða um Norðurland. Athuganir
mínar síðustu sumur hafa þó fært mér sanninn um, að útbreiðsla og
þykkt þessa lags á Norðurlandi á korti okkar Hákonar er ekki rétt.
Það lj ósa öskulag í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem við Hákon
töldum hið sama og efsta ljósa lagið vestan Öxnadalsheiðar, er að
vísu eins að útliti og efnasamsetningu, en er þó frá öðru Heklugosi,
löngu fyrir landnámsöld, en hér og þar í Þingeyjarsýslum hef ég
fundið þunnt, ljóst lag, sem mun að öllum líkindum vera lag VI. Sam-
kvæmt því, sem nú er bezt vitað, er því lag VI þykkast á Norður-
landi um Skagafjörð. Kemur þetta raunar betur heim við gamlar
heimildir en útbreiðslukort okkar Hákonar.
Kortið á 1. mynd sýnir þykkt og útbreiðslu lags VI sunnan vatna-
skila á hálendinu. Er það byggt á miklu fleiri mælingum en kort okk-
ar Hákonar og því öruggara. Það tekur af öll tvímæli um það, að ljósi
vikurinn er úr Heklu sjálfri, og að öllum líkindum úr háhrygg henn-
ar. Kemur það vel heim við frásögn Einars Hafliðasonar, að fjallið
hafi rifnað í gosinu árið 1300. I hlaupfarvegi sunnan við Litlu-Heklu
er lagið um 1 m á þykkt og í Ófærugili allt upp í 2,5 m þykkt. Þar
má finna vikurköggla allt upp í 70 sm í þvermál. I Rangárbotnum
er lagið nær meterþykkt. As mestu þykktar lagsins stefnir næstum
beint í norður, yfir Rangárbotna, Stangarfjall og norður um Kjöl
vestanverðan. 1 Hvítárnesi er það um 10 sm þykkt og litlu þynnra
við Seyðisá. Norður á Vatnsskarði er þykktin 2 sm.
Tungufell.
Til samanburðar við Þjórsárdal mældi ég nokkur jarðvegssnið
kringum Tungufell og Jaðar. Snið það, sem sýnt er á 2. mynd, er
mælt í barði 1,5 km suður af Tungufellsbænum; var það mælt alveg
niður á botnurð. Auðvelt er að finna í því ýmis hin sömu öskulög og
i Þjórsárdalssniðunum, m. a. eru þar öll lögin frá III til ljósa lagsins
Vllb. Ljósa lagið VI er hér mjög þunnt, 0,2 sm, og fíngert, og sýnir
það, að Tungufell liggur, eins og Skallakot, í vesturjaðri öskugeirans.
4*