Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 104
104
Ég get ekki gengið fram hjá að drepa á eins konar helgisögn í
sambandi við Vörðufell, og er átrúnaður þessi, eða hvað sem menn
vilja kalla það, efalaust runninn frá Eiríki á Vogsósum, en sögnin er
í fám orðum þessi: Selvogsheiði er, sem kallað er á smalamáli, mjög
leitótt, og tefst því oft fyrir mönnum að finna gripi, sem að er leitað,
þoka gerir leitina stundum erfiða. Ef leitarmann ber nú að Vörðufelli,
þá skal hann ganga á fellið, leggja þar einn stein í vörðu eða undir-
stöðu að annarri, ef þær sem fyrir eru, eru nógu háar orðnar, og mun
hann þá bráðlega finna það, sem eftir er leitað. Ekki get ég af eigin
reynslu sagt neitt um áhrif þessara verka, en það get ég sagt, að
Vörðufell er að oían alþakið vörðum, stærri og smærri, og jafnvel er
þessu eitthvað haldið við enn, eítir því scm greinagóður maður hefur
tjáð mér nýlega. Ekki heíur mér tekizt að fá nógu áreiðanlegar sagn-
ir um það, hvað liggi hér til grundvallar, hvaða fórn hér sé verið að
færa fellinu eða hverjum, en talið er vafalaust, að ummæli Eiríks á
Vogsósum, þess spaka manns, liggi hér á bak við og séu enn í góðu
gildi.
Nokkru suðaustur frá Vörðufelli er Strandarhæð. Suðvestur í henni
er stór hellir, StrandarheUir. Framan til er hann hár og falleg bog-
hvelfing yfir, en sandur er í botni, og getur þar verið inni fé, svo að
hundruðum skiptir, án þrengsla. Suður af hellinum eru sléttar gras-
dæ'dir, Dalalágar. Þegar hér er komið, er steinsnar til bæja í Selvogi,
og þá venjulega komið að túnhliði, ýmist frá Bjarnastöðum eða Nesi,
eftir því sem hverjum hentar, eða þá að utustu bæjum í hverfinu,
Þorkelsgerði eða Torfabæ.
A vetrum, þegar Selvogsmenn fóru gangandi vestur yfir fjall, styttu
þeir sér oft leið með því að fara Hlíðarskarð í Hlíðarfjalli, vestur með
Langhólum í Austur-Ásum, á veginn sunnan undir Hvalhnjúk, Stakka-
víkurveginn.
Er nú lýst leiðum Selvogsmanna til Hafnarfjarðar.
Eftirmáli.
Á Grindaskarðaleið var það, að fundum mínum og Selvogsmanna
har fyrst saman, og eru margir þeirra funda, þótt oftast væru stuttir,
mér að mörgu leyti minnistæðir. Tildrög voru sem hér segir: Kring-
um síðustu aldamót var ég oft á ferð um fjöllin vestan Grindaskarða.
Kom það þá nokkrum sinnum fyrir, að ég reið fram á eða Jnætti
einum eða fleiri mönnum, sem voru með hesta undir klyfjum, stund-
um bar mig þar að, sem þeir voru að æja, — voru að hvíla sig og
hesta sína. Þetta voru Selvogsmenn. Það gátu ekki aðrir verið, svo