Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 127
127
og nokkrar í þeim vinstri. Enn fremur eru á vinstri úlnlið, báðum
mjaðmarliðum, báðum hnjáliðum og á hryggjarliðum meiri eða
minni gigtarbreytingar.
Beiri fundin á dreif um kumlateiginn.
B. Neðri hluti úr hægri upphandlegg og vinstra hælbein fundin
1947. % neðan af vinstra sköflung, fundið 10. 10. ’38, og vinstri
vala, fundin 3. 5. ’39.
Þessi bein eru vafalítið úr sama karlmanninum, og hefur hann
verið nokkru minni að hæð en karl A.
C. Efri kjálki með 9 tönnum og áföstum báðum kinnbeinum,
fundinn 10. 10. ’38.
Vinstra kinnbeinið er eirlitað. Tennurnar eru talsvert slitnar, en
óskemmdar. Undir hægra endajaxli er hola inn í beinið, og hefur hún
myndazt vegna ígerðar kringum tannrótina, en þessa tönn vantar nú.
Beinin eru úr 40—50 ára karlmanni. Andlitið hefur trúlega verið
í meðallagi langt, miðað við breiddina, og nefstæðið er langt í hlut-
falli við breiddina.
Ef miða má við beinin í Þjórsárdal, þar sem fylgdust að miklar
gigtarbreytingar og ígerðir kringum tannrætur, þá er líklegt, að þessi
kjálki eigi heima með beinunum, sem getið er undir A.
D. Ennisbein með aðliggjandi hlutum hvirfilbeinanna, fundið
10. 10. ’38.
Þessi bein, sem eru þykk og sterkleg, eru úr fullorðnum karlmanni,
en geta ekki verið úr sama manni og C. Ennið er frekar mjótt, minnsta
ennisbreidd er 95 mm.
Talsvert veðraður miðhluti úr hnakkabeini úr fullorðnum,
sennilega karlmanni. Fundið 13. 11. ’38.
F. Hægri hluti af neðri kjálka, talsvert veðraður og vantar í
hann allar tennur nema brot úr rótum tveggja. Hann er fundinn 3.
5. ’39 og er lítils háttar eirlitaður. Tvær tennur hafa verið farnar í
lifanda lífi, endajaxlinn og miðframtönnin hægra megin. Þessi kjálki
er úr manni, sem virðist hafa verið kominn á efri ár, trúlega frekar
karlmanni. Ef dæma má af veðruninni, ætti kjálkinn frekast heima
með E, en það er ekki útilokað, að annað hvort eða bæði þessi bein
séu úr C eða D.
G. 2. jaxl úr neðri góm vinstra megin, fundinn 10. 10. ’38. Það
sést aðeins slit á honum, svo að miðað við þeirra tíma tannslit ætti
hann að hafa vera tiltölulega nýtekinn og þá vart úr eldri manni en
15 ára. Það kemur því ekki til mála, að hann eigi heima með neinum