Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 128
128
þeirra beina, sem nú eru varðveitt úr þessum kumlateig. Ef þessi tönn
er annað en minjagripur einhvers kumlbúans, þá gæti hún vel verið
úr unglingnum, er átti að hafa verið með manninum í 3. kumlinu,
smbr. lýsingu Kristjáns Eldjárns hér að framan.
H. Nokkur beinabrot og smábein úr hendi og fæti, er ekki verð-
ur sagt um, hvar eigi heima, en gætu vel verið úr A og B. Þessi bein
eru fundin 1947, 10. 10. ’38 og 3. 5. ’39.
Alls eru þá varðveitt bein frá þessum kumlateig úr að minnsta
kosti 7 mönnum, og er þá gert ráð fyrir, að höfuðbeinin C—F séu
úr A og B. En 8 verða þeir, ef gert er ráð fyrir, að höfuðbeinin séu úr
3 mönnum, og er það trúlegra. Það verða þá 4 fulltíða karlmenn,
2 fulltíða kvenmenn, 1 unglingur og 1 ungbarn. Þetta fólk er hvað
hæð snertir heldur ofan við meðallag þeirra tíma og að útliti sker
það sig ekki úr öðrum íslendingum í heiðni.
SUMMARY
The skeletal remains at Hafurbjarnarstaðir représent at least 7 individuals,
J)ut more probably 8; 4 males, 2 females, 1 juvenile and 1 infant. All of the
skeletons were in relativelý good condition as to the texture of the bone, but
only one or two bones are preserved from 2 of the males and the juvenile
skeleton. Tlie two female crania are complete and have a cranial index of
73,9 and 74,8. All the male crania are defect, but the cranial index of one of
tliem is estimated between 70 and 77. The stature reconstructed hy the use of
Pearson’s formulae are for 2 males 178 and 16714 cms and for the 2 females
155 and 15614 cms. These people froin Hafurbjarnarstaðir belong to tlie
same common type as other Icelanders from pagan times (before 1000).