Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 115
115
aí skjaldarbólu, enda er þetta rétt, og það er heldur ekki vafamál, að
öll þessi brot eru af henni. Hjálmur hefur vitanlega ekki verið í kumli
þessu fremur en öðrum víkingaaldarkumlum. Ef þrjú brotanna hafa
,,verið loðandi utan á brotunum af höfuðskelinni“, er trúlegt, að
skjöldurinn hafi verið lagður yfir höfðahluta grafarinnar, sbr. hval-
beinsflekann í 1. kumli. Skjaldarbólan er svo mjög í brotum, að erfitt
er að skilgreina gerðina, en þó mun óhætt að fullyrða, að hún hafi
verið Rygh 562, þó fremur í lægra lagi. En um þetta verður ekki
sagt með fullkominni vissu. Yzt til hægri í kumlinu voru brot af stór-
um járnkatli með höddu (5. mynd), gerðin lík Rygh 731.
Þá er að nefna nokkra smáhluti, sem ekki er greint, hvar voru í
kumlinu. Er þar fyrst að nefna hárkamb með bognum hrygg og hök-
um upp af báðum endum, með okum, sem eru gagnskornir og grafn-
ir með brugðningum. Lengdin hefur verið um 8 sm, og sést það af
slí&rum þeim, sem verið höfðu um kambinn.1) Þau hafa verið
sett saman úr fjórum kinnum eða okum úr beini, sem eru 11 sm að 1.
og 1,3 sm að br. Endarnir eru með þéttum þverstrikum, en í miðju
bandflétta, mjög vel grafin, ekki ósvipuð og á Oseberg-kömbunum,")
en þó lengri og fallegri (6. mynd). Enginn efi er á, að kinnar þessar
eru af kambslíðrum, hylki, sem kamburinn var hafður í til skrauts og
hlífðar. Öll þau kambslíður, sem ég hef séð, eru sett saman úr slíkum
J) Hliðarnar af kambslíðrunum (Þjms. 502 og 503) eru í Skýrslu II, bls.
09, kallaðar „kinnar af tygilknífum."
2) Osebergfundet II, bls. 200—7, mynd 137—8.
8*