Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 68
68
Nöfnunum, sem nú voru nefnd, eru skyld önnur, þar sem bæir eða
aðrir staðir eru kenndir við hina gömlu átthaga landnámsmanna,
svo sem Gaulverjabœr og Vorsabœr (Ossabær), Hörðabólstaður og
Sygnaskarð (Svignaskarð).
I öðrum flokki þannig myndaðra nafna eru nöfn hreppa, sveita og
landshluta. Um þau mun ég tala seinna.
Þriðji flokkurinn eru þau örnefni, sem kennd eru við íbúa einhvers
bæjar eða einhverrar sveitar, af því að þessir menn áttu þar einhver
ítök eða störf. Slík nöfn virðast hafa verið notuð mest nokkuð langt
frá bænum eða fyrir utan sveitina, sem þau eiga við, en þó einnig í
heimalandi bæjanna.
Elztu máldagarnir bera því ljóst vitni, að íslenzkir bæir áttu á
12. og 13. öld í stórum mæli ítök utan heimalandsins, og um leið
því, að þessi ítök voru kennd upprunalega við íbúa bæjanna, en ekki
við bæina sjálfa, þó að sum slík nöfn, eins og Hörgsdalsmelur og
Forsfjara, séu einnig til þegar í elztu máldögunum.
Þetta er auðvelt að skýra. Það voru eigendur jarðanna, sem áttu
ítökin, en ekki jarðirnar sjálfar. Jarðir gátu ekki verið eigendur. Ann-
að var þó með kirkjur og staði. Þetta kemur einnig greinilega fram í
fornbréfunum. Ég tek sem dæmi aðeins skrá um landamerki Helga-
fellsstaðar frá miðri 13. öld (Dipl. Isl. I, bls. 576—578). Þar stend-
ur meðal annars:
,,Staðurinn á einn veiði í Laxá inni iðri og svo í Taklæk til móts við
Sauramenn og Hlíðarmenn. — Fiskaveiði eiga Grísahvolsmenn að
helmingi fyrir landi sínu við Hlíðarmenn. — Bakkamenn eiga þriggja
stóðhrossa haga í Grænahlíð. — Grísahvoll á veiði i inni ytri á fyrir
því landi að helmingi við Bakkamenn.“
í síðastnefndri setningu er um leið í fyrsta sinn í fornbréfum nefnd-
ur bær berum orðum sem ítakaeigandi: Grísahvoll á veiði .... Það
getur verið seinni ritara að kenna. En þetta fer þó bráðum í vöxt.
Annars eru það þeir Sauramenn, Hlíðarmenn, Grísahvolsmenn og
Bakkamenn, sem eiga ítökin. Það er því eðlilegt, að skráin kallar
seljaland, þar sem seinna mundi hafa verið kallað Helgafellssel, selja-
land Helgfellinga.
Þessi landamerkjaskrá vottar um leið, alveg eins og elztu máldag-
ar úr Landbroti, sem tala um Hátúningamel, Dalbæingafjöru og líkt,
að ítök jarða í annarra landi eða þó að minnsta kosti utan heima-
landsins hafa sums staðar snemma verið mikil. Auk þess, sem áður