Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 68
68 Nöfnunum, sem nú voru nefnd, eru skyld önnur, þar sem bæir eða aðrir staðir eru kenndir við hina gömlu átthaga landnámsmanna, svo sem Gaulverjabœr og Vorsabœr (Ossabær), Hörðabólstaður og Sygnaskarð (Svignaskarð). I öðrum flokki þannig myndaðra nafna eru nöfn hreppa, sveita og landshluta. Um þau mun ég tala seinna. Þriðji flokkurinn eru þau örnefni, sem kennd eru við íbúa einhvers bæjar eða einhverrar sveitar, af því að þessir menn áttu þar einhver ítök eða störf. Slík nöfn virðast hafa verið notuð mest nokkuð langt frá bænum eða fyrir utan sveitina, sem þau eiga við, en þó einnig í heimalandi bæjanna. Elztu máldagarnir bera því ljóst vitni, að íslenzkir bæir áttu á 12. og 13. öld í stórum mæli ítök utan heimalandsins, og um leið því, að þessi ítök voru kennd upprunalega við íbúa bæjanna, en ekki við bæina sjálfa, þó að sum slík nöfn, eins og Hörgsdalsmelur og Forsfjara, séu einnig til þegar í elztu máldögunum. Þetta er auðvelt að skýra. Það voru eigendur jarðanna, sem áttu ítökin, en ekki jarðirnar sjálfar. Jarðir gátu ekki verið eigendur. Ann- að var þó með kirkjur og staði. Þetta kemur einnig greinilega fram í fornbréfunum. Ég tek sem dæmi aðeins skrá um landamerki Helga- fellsstaðar frá miðri 13. öld (Dipl. Isl. I, bls. 576—578). Þar stend- ur meðal annars: ,,Staðurinn á einn veiði í Laxá inni iðri og svo í Taklæk til móts við Sauramenn og Hlíðarmenn. — Fiskaveiði eiga Grísahvolsmenn að helmingi fyrir landi sínu við Hlíðarmenn. — Bakkamenn eiga þriggja stóðhrossa haga í Grænahlíð. — Grísahvoll á veiði i inni ytri á fyrir því landi að helmingi við Bakkamenn.“ í síðastnefndri setningu er um leið í fyrsta sinn í fornbréfum nefnd- ur bær berum orðum sem ítakaeigandi: Grísahvoll á veiði .... Það getur verið seinni ritara að kenna. En þetta fer þó bráðum í vöxt. Annars eru það þeir Sauramenn, Hlíðarmenn, Grísahvolsmenn og Bakkamenn, sem eiga ítökin. Það er því eðlilegt, að skráin kallar seljaland, þar sem seinna mundi hafa verið kallað Helgafellssel, selja- land Helgfellinga. Þessi landamerkjaskrá vottar um leið, alveg eins og elztu máldag- ar úr Landbroti, sem tala um Hátúningamel, Dalbæingafjöru og líkt, að ítök jarða í annarra landi eða þó að minnsta kosti utan heima- landsins hafa sums staðar snemma verið mikil. Auk þess, sem áður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.