Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 31
31
ftósbygginguna á Þórarinsstöðum hafi verið sú sama, sem varðveitzt
hefur í Búalögum, og að þar sé um forna lögalin að ræða.
V. Hlaða. Aftur af fjósinu, hornrétt á það, er hlaða (eða hey-
tóft?). Dyr ganga inn í hana af fjósinu, framan við fremsta bás að
austan, 70 sm breiðar. Rétt innan við þær var stór hella, þunn og
falleg, 57 sm breið og 80 sm löng. Hún hefur annaðhvort verið yfir
hlöðudyrunum eða í þeim í hurðar stað. Hlaðan er 6,3 m löng og
2—2,2 m breið, með moldargólfi og 50—60 sm háum grjótveggj-
um. Ekki var grafið frá suðurveggnum nema í hornunum og á einum
stað nálægt miðju.
VI. Kofi. I beinu framhaldi af fjósranghalanum er lítið hús, sem
hér er kallað kofi. Það snýr eins og hlaðan og er 3,1 m langt norðan
dyra, en 2,75 m langt sunnan dyra, af því að sá dyrakampur nær
lengra inn. Suðurhlið kofans er öll hlaðin úr grjóti á venjulegan hátt,
austurstafn og eystri hluti norðurhliðar eru úr stórum og þykkum
hellum, sem reistar hafa verið á röð. Báðum megin við norðaustur-
horn hefur verið torfveggur. Verður því ekki annað sagt en að gerð
kofaveggjanna hafi verið ófullkomin og frumstæð, til hvers sem hann
hefur verið notaður. Ef til vill hefur hann verið hesthús, en þó sáust
þar engar jötur og ekki gólfskán, eins og vant er í rústum penings-
húsa. Við austurstafn er ein stoðarhola, þar sem hellur þær mætast,
sem mynda undirstöðu stafnsins. Það er lítið eitt norðar en fyrir
miðju. Kofagólfið er hellulagt inn úr dyrum og vel inn á mitt gólf.
Nú eru upp talin bæjarhúsin á Þórarinsstöðum. Allt bendir til, að
bærinn hafi verið hugsaður og byggður í einni atrennu; viðbyggingar
eða breytingar sjást hvergi nema í syðri útidyrum, og þess sjást alls
engin merki, að bærinn hafi verið endurbyggður. Það má hiklaust
telja, að þarna hafi þessi eini bær verið byggður og enginn annar,
hvorki fyrr né síðar. Líkur eru einnig til, að hann hafi átt sér fremur
skamman aldur. Húsin öll eru í ágætu ástandi og ekki nídd, eins og
gömul hús vilja verða. Gólfskánir eru yfirleitt svo þunnar, að varla
getur verið, að mannavist hafi verið langæ í bænum, þó að þetta sé
ekki alveg öruggt kennimerki.
Erfitt er að fullyrða nokkuð um þak húsanna. Víst er þó, að hellu-
grjót hefur verið notað geysimikið í áreftis stað. í foklögum þeim,
sem tóftirnar voru fullar af, var mjög mikið af þessum hellum, sumum
mjög stórum. Sú stærsta er 65x116 sm, en með henni hefur senni-
fega verið reft yfir bakdyr skála. I stofunni voru sumar hellurnar
svartar af sóti, af því að þar hefur eldur oftast brunnið. Því var veitt