Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 131
131
II.
Ornefni í Herdísarvíkurlandi.
Austasta örnefni í Herdísarvík með sjó er Breiðibás (1.). Hann
er að finna með því, að ganga um 8 mínútur austur með sjó frá
eystra túninu. Vestar en í miðjum Breiðabás, sem er allvítt malarvik
milli hraunflúða, sem ganga í sjó fram beggja megin, er steinn í lög-
un svipaður saumhöggi á steðja, með sýlingu í miðju. Steinn þessi er
á þurru með lágum sjó, og er landamerkjasteinn milli Herdísarvíkur
og Stakkavíkur, úr honum bein lína í vörðu á brún Mosaskarðs, aust-
arlega, sem síðar mun getið verða. Af Breiðabás er haldið vestur á
bóginn, og verður þá fyrst fyrir eyðibýlið Herdísarvíkurgerði (2.).
Þar á túninu stóðu fram á seinustu ár tvö stór fjárhús, Langsum (3.)
og Þversum (4.), nú sennilega rústir einar. Eystra húsið snéri gafl-
hlöðum til austurs og vesturs, hitt til suðurs og norðurs. Niður undan
miðju túninu eru malarvik í flúðirnar, og heita þau Básar (5.). Vest-
ast í fyrrnefndum flúðum er gömul vör (lending), Skökk (6.). Ekki
var hægt að fara í vör þessa nema ládautt va^ri. Þar má enn sjá kjal-
arför í klöppunum eftir setningu skipa. I norður frá Gerðistúninu,
ofan garðs, er Sundvarða eystri (7.), og átti hún, þegar sundið var
tekið, að bera í Sundhamar, sem er austast í Herdísarvíkurfjalli, og
síðar mun nefndur.1) Vestan við Gerðistúnið er Dalurinn (8.), gam-
all skiptivöllur, þar sem formenn skiptu afla í ,,köst“. Norðan við
hann voru sjóbúðir, byggðar hlið við hlið. Símonarbúð (9.), þá
Bjarnabúð (10.) og austast Gíslabúð (11.). Þá vestar og nær sjó
Hryggjabú'8 (12.). Búðir þessar eru víst engar uppi standandi leng-
ur. Vestur af síðast talinni búð var Skiparéitin (13.), umgirt háum
og þykkum grjótveggjum á fjórar hliðar. Þar gengu sjómenn frá
skipum sínum milli vertíða. Framan undan búðunum er Bótin (14.),
aðallending Herdísarvíkur, en upp af henni er hár og þykkur malar-
kambur, Herdísarvíkurkambur (15.). Liggur hann sem gleiður bogi
um Bótina, en svo lágur er hann vestan til, að í aftakaveðrum af
hafi gengur sjór yfir hann og fyllir tjörnina, sem er innan við og
liggur upp að túninu, svo að stundum fyllti öll hús, sem við tjörnina
stóðu, svo að úr þeim varð að flýja með allt, sem komizt varð með,
lifandi og dautt. Aldrei mun þetta hafa valdið slysum á mönnum eða
skepnum, en tjóni olii það oft bæði á húsum og munum, svo og mat-
björg. Nú fyrir nokkrum árum hafa öll hús verið fluít efst á túnið,
]) Á austanverðu sundinu. er blindsker, sem Prettnr heitir og brýtur á í
brimi.
9*