Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 48
48
en Þórarinsstaðir um 350 m yfir sjó. Að undanskildum ofannefndum
býlum við Hvítárvatn, sem liggja um 420 m yfir sjó, mun þessi byggð
hafa verið hin hálendasta á Suðurlandi bæði fyrr og síðar, en á Norð-
urlandi liggja enn bæir jafnhátt og hærra, bæirnir á Hólsfjöllum
380—400 m yfir sjó.
Um undangengnar rannsóknir á eyðibýlum Hrunamannaafréttar
vísast til ritgerðar Kristjáns Eldjárns. Þar er einnig gerð grein fyrir
því, sem af skrifuðum heimildum má ráða um aldur og örlög þessa
byggðarlags. Þær niðurstöður, sem af þeim heimildum verða dregnar,
eru aðeins þær, að byggðin hafi lagzt í eyði fyrir lok 14. aldar.
Tvenns er til getið í þessum heimildum um endalok byggðarinnar.
Á áðurnefndu blaði jarðabókarinnar segir: ,,Þessa byggð segja menn
eyðilagða vera í plágunni stóru, ekki þeirri síðustu (það er að skrifa
þeirri, sem gekk 149—) heldur þeirri, sem fyrr hafi verið, og mun
það eiga að vera sú 1350, því Vilkins máldagi getur ei þessara
kirkna, en hann er eldri en sú plágan 1401.“U
í skýrslu, dagsettri 24. júní 1818, um fornleifar í Tungufellssókn,
eftir sóknarprestinn, Jón Steingrímsson, segir: ,,I Hvítárhvömmum,
nánasta afréttarplátsi fyrir norðan Hamarsholt, veit almenningur að
nefna aðskiljanlega bæi, er í fyrndinni skyldu þar hafa staðið, en
eyðilagzt af Heklugosum, hvarámeðal ég minnist sem þeirra sérleg-
ustu: Búðartungu, Rógshóla, Lauga, Þórarinsstaða og Mörþúfna.“
Á síðustu öldum hafa því lifað bæði sagnir um það, að byggðin
hafi eyðzt í plágu og að hún hafi eyðzt vegna Heklugoss. Þess má og
geta, að Daniel Bruun fann þykkt vikurlag á gólfunum í Þórarins-
staðabænum og í ritgerðinni Nokkurar eyðibyggðir í Árnessýslu er
af þessu dregin sú ályktun, að vera megi, að bærinn hafi farið í eyði
vegna vikurfalls.')
Afstaða eyðibœjanna á Hrunamannaafrétti til öskulaganna.
Eins og áður getur, rannsakaði ég sumarið 1939 öskulög í Þjórs-
árdal og afstöðu þeirra til bæjarrústa, sem þar voru fram grafnar.
0 Jarðabók II, bls. 275—276.
2) Árbók liins ísl. fornleifafél. Fylgirit 1898, l)ls. 56. — Þar eð þessi
alyktun er ekki nefnd í binni dönsku frásögn Bruuns í Geografisk Tidsskrift
(Gjennem affolkede Bygder etc.) þykir mér liklegast, að Brynjólfur Jóns-
son hafi bælt þessari ályktun inn í íslenzku þýðinguna.