Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 119
119 á landi, sem honum þykir meira benda til austurskandínavískra eða baltneskra sambanda en norskra.1) Þrátt fyrir allar skemmdir á kumlateignum og ófullnægjandi vitn- eskju um sumt, má hiklaust telja hann einn merkasta kumlateig, sem fundizt hefur hér á landi, auk þess sem 1. kuml er eitt af þeim fáu, sem rannsökuð hafa verið, áður en þeim var nokkuð hróflað. Athyglisvert er, hversu lega beinagrindanna í 1. og 2. kumli kemur algjörlega heim við legu beinagrindarinnar í kumli því er fannst í Gerðakoti í Miðneshreppi árið 1854.“) Líkin hafa bersýnilega ekki ver- ið lögð í þessar stellingar af tilviljun. Barnsgröf frá heiðni hefur held- ur aldrei verið rannsökuð hér, og er ekki ófróðlegt að sjá, hve fallega <r frá henni gengið, þótt útburðaröld væri. Þá er og eftirtektarvert, hve algengt það hefur verið á þessum stað að grafa hesta og hunda, ekki sízt hunda, og loks ber að nefna, að þarna er eitt þeirra örfáu skipskumla, sem vart hefur orðið hér á landi. Kumlateigur þessi er vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun er varla leyfileg. Eftir sverðinu í stóra kumlinu ætti það þó ekki að vera yngra en frá 950. Athugasemd. I sumum eldri ritum er þessi kumlateigur settur í samband við víg þau, er Norðlendingar unnu á dönskum mönnum 1551 í hefnda skyni fyrir aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Þessir menn voru að sögn 14, er drepnir voru, flestir á Kirkjubóli, m. a. fógetinn, Kristján skrifari. I Biskupaannálum Jóns Egilssonar (Safn til sögu íslands I, Kbh. 1856, bls. 99) segir svo: ,,Þá danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð,“ og er þar án efa átt við túngarð á Kirkjubóli, samkvæmt málvenju. Þetta er skrifað skömmu fyrir 1600. I annarri ritgerð, sem skrifuð var í Skálholti 1593 (Bisk- upa sögur II, Kbh. 1878, bls. 256) er þetta orðað á þessa lund: ,,Síð- an drógu þeir þá upp yfir túngarð og dysjuðu þá þar, en seinna voru þeir upp teknir (og) aftur grafnir heima hjá hálfkirkjunni á Kirkju- bóli.“ Þetta er vitaskuld það trúlegasta, enda elzta heimildin. Jón Espólín fer eftir Jóni Egilssyni (íslands Árbækur, IV. Deild, Kbh. 1825, bls. 77), en eftir honum aftur séra Sigurður B. Sívertsen í lýsingu Útskálaprestakalls frá 1839 (Landnám Ingólfs III, Rvík 1937, bls. 162), en bætir við frá sjálfum sér ,,á Hafurbjarnarstöð- um“. Munu menn því almennt á hans dögum hafa sett kumlin í sam- 0 Árbók 1937—39, bls. 12—13. '-) Ingólfur, 18. sept. 1854, bls. 131—32, Landnám Ingólfs II, bls. 253—54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.