Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 119
119
á landi, sem honum þykir meira benda til austurskandínavískra eða
baltneskra sambanda en norskra.1)
Þrátt fyrir allar skemmdir á kumlateignum og ófullnægjandi vitn-
eskju um sumt, má hiklaust telja hann einn merkasta kumlateig,
sem fundizt hefur hér á landi, auk þess sem 1. kuml er eitt af þeim
fáu, sem rannsökuð hafa verið, áður en þeim var nokkuð hróflað.
Athyglisvert er, hversu lega beinagrindanna í 1. og 2. kumli kemur
algjörlega heim við legu beinagrindarinnar í kumli því er fannst í
Gerðakoti í Miðneshreppi árið 1854.“) Líkin hafa bersýnilega ekki ver-
ið lögð í þessar stellingar af tilviljun. Barnsgröf frá heiðni hefur held-
ur aldrei verið rannsökuð hér, og er ekki ófróðlegt að sjá, hve fallega
<r frá henni gengið, þótt útburðaröld væri. Þá er og eftirtektarvert,
hve algengt það hefur verið á þessum stað að grafa hesta og hunda,
ekki sízt hunda, og loks ber að nefna, að þarna er eitt þeirra örfáu
skipskumla, sem vart hefur orðið hér á landi.
Kumlateigur þessi er vitanlega frá 10. öld, en nánari tímaákvörðun
er varla leyfileg. Eftir sverðinu í stóra kumlinu ætti það þó ekki að
vera yngra en frá 950.
Athugasemd. I sumum eldri ritum er þessi kumlateigur settur í
samband við víg þau, er Norðlendingar unnu á dönskum mönnum
1551 í hefnda skyni fyrir aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans.
Þessir menn voru að sögn 14, er drepnir voru, flestir á Kirkjubóli,
m. a. fógetinn, Kristján skrifari. I Biskupaannálum Jóns Egilssonar
(Safn til sögu íslands I, Kbh. 1856, bls. 99) segir svo: ,,Þá danska
á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð,“ og er þar án efa átt við
túngarð á Kirkjubóli, samkvæmt málvenju. Þetta er skrifað skömmu
fyrir 1600. I annarri ritgerð, sem skrifuð var í Skálholti 1593 (Bisk-
upa sögur II, Kbh. 1878, bls. 256) er þetta orðað á þessa lund: ,,Síð-
an drógu þeir þá upp yfir túngarð og dysjuðu þá þar, en seinna voru
þeir upp teknir (og) aftur grafnir heima hjá hálfkirkjunni á Kirkju-
bóli.“ Þetta er vitaskuld það trúlegasta, enda elzta heimildin. Jón
Espólín fer eftir Jóni Egilssyni (íslands Árbækur, IV. Deild, Kbh.
1825, bls. 77), en eftir honum aftur séra Sigurður B. Sívertsen í
lýsingu Útskálaprestakalls frá 1839 (Landnám Ingólfs III, Rvík
1937, bls. 162), en bætir við frá sjálfum sér ,,á Hafurbjarnarstöð-
um“. Munu menn því almennt á hans dögum hafa sett kumlin í sam-
0 Árbók 1937—39, bls. 12—13.
'-) Ingólfur, 18. sept. 1854, bls. 131—32, Landnám Ingólfs II, bls. 253—54.