Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 138
138
úti (fjósið stóð þá austan undir bænum), svo að ekki var hægt að
koma kúnum úr fjósinu, fyrr en út féll og hægt var að fara með þær
út um bæjardyr. Það, sem bjargaði kúnum frá drukknun, var það,
að þær náðu fótfestu með framfótum uppi í veggnum, fyrir básunum,
og stóðu þar með upp úr sjó að framan, en svo mikill var sjór í fjósinu,
að á básunum náðu þær ekki niðri, og var svo meira en eina stund.
Semi dæmi þess, hve hafrótið var mikið og að sjór, sem á land gekk,
hefur átt rætur langt undan landi, má geta þess, að þegar sjór féll
út, kom í ljós, að mikið af smákarfa og keilu, hafði skolað á land, og
keila fannst í bæjardyrum og öðrum húsum, sem sjór braut upp og
flæddi inn í. Þetta bar við í Selvogi.
Eftir þetta flóð var ,,pakkhúsið“ flutt upp og norður fyrir tún og
sett á sléttan hraunbala og stóð þar enn fyrir fáum árum, en mun
hafa lítið verið notað nú í seinni tíð. Nýtt fjós var byggt næsta vor
og fært vestast á túnið, fjær tjörninni.
Vestan undir baðstofunni var matju/tagarður, annars voru kartöfl-
ur aðallega ræktaðar í gömlum fjárréttum og borgum, svo og í Skipa-
réttinni, sem nefnd er í örnefnalýsingunni. Eins og fyrr segir, eru öll
þessi hús, sem hér hafa verið talin, rifin eða fallin, en rústir sumra
þeirra munu lengi enn sjást.
Hið nýja íbúðarhús, sem byggt var á jörðinni 1932, var sett niður,
ekki ,,utan garðs“, en nyrzt og efst á túnið, mjög skammt frá úti-
húsum, sem þar voru fyrir. í þessu nýja húsi dó skáldið Einar Bene-
diktsson eftir nokkurra ára veru þar, farinn mjög að heilsu og kröft-
um.
Ef einhverjum, sem þessar línur les, finnst, að hér hafi verið farið
óþarflega mörgum orðum um, sem geri þessa lýsingu lítt aðgengilegri
en þótt styttri hefði verið, þá vildi ég þar til svara, að hér er ekki nema
„hálfsögð saga“ og ekki það, ef skrifa hefði átt hiíia raunverulegu
sögu Herdísarvíkur, en þess er ekki kostur hér, þar sem þetta átti
aðeins að vera stutt lýsing, aðallega í sambandi við örnefni í landi
jarðarinnar.
Hér hefur náttúran skrifað sína sögu sem annars staðar, hér hefur
hún mótað myndir og rúnir á steintöflur sínar, og hér hefur fólkið,
öld eftir öld, lesið og ráðið þær rúnir og lifað eftir. Hér hefur íjár-
maðurinn reikað með hjörð sína um haga úti, talað við fé sitt og
talað við náttúruna, og oft fengið svar við hljóðum spurningum. Nú
er svo komið hér sem víða annars staðar á afskekktum jörðum, að
nú er enginn orðinn eftir til að tala við náttúruna, svo að nú talar
hún ,,ein við sjálfa sig.“