Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 14
14 ið er, að vikurlagið þynnist innar eftir fjósinu eftir því sem fjær dregur dyrunum. Því var einnig veitt athygli, að vikurkornin voru stærst í ranghala og fremst í fjósi, en smækkuðu jafnt og þétt eftir því sem innar dró. Skálann gróf D. Bruun upp að einhverju leyti, a. m. k. svo, að hann sá'eldstæðið á miðju gólfinu, en hins vegar virðist hann ekki hafa séð setin, stoðarsteinana og hinn sérkennilega umbúnað í skála- dyrum, og sýnir það, hve ófullkomin rannsóknin hefur verið. En af hennar völdum var okkur þó gert erfitt að gera athuganir á öskulagi skálans, og verða þau orð Bruuns að nægja, að allt gólfið væri þakið hvítum vikri, enda sáum við miklar leifar hans. I bæjardyrunum var þetta vikurlag sýnilega óhreyft, og var það stórkornótt og sambæri- legt við það, sem var í fjósdyrunum. I göngunum milli skála og stofu var vikurlagið mjög þykkt og hélt þeirri þykkt inn úr stofudyrum, en þynntist þá bráðlega og var smá- gert og þunnt, ekki nema 3—5 sm yfir mestan hluta stofugólfs. f búrinu var það hins vegar afar þykkt. Skyrsáirnir og allur vestur- hluti búrtóftarinnar var barmafullur af því. Við norðurvegg, vestan við vestri stoðarstein var það 80 sm þykkt, en þynntist töluvert suður eftir. Hafði vikurskaflinn lagt skáhallt upp að norðurveggnum og sáust greinilega gráar, misdökkar rákir í þverskurði hans, sem sýna, að vikurdyngja þessi hefur myndazt við fok smátt og smátt, þó að ekki sé þar með sagt, að myndun hennar hafi tekið langan tíma. Austast í búrinu var lagið ekki eins þykkt. Spyrja má, hvers vegna vikurlag þetta sé svo geysiþykkt í búrinu, en aðeins fáir sentimetrar í stofu. Svarið gæti verið, að búrþakið hafi verið rofið af einhverjum orsökum, t. d. til að koma út hinum gríðarstóru sáum, sem ekki kom- ust út um nokkrar dyr. En það haggar ekki þeirri meginniðurstöðu, að húsin hafa yfirleitt verið uppistandandi, þegar askan kom á þau. Utan við vesturvegg stofunnar var lagið 40 sm þykkt. Veggir bæjarins hafa allir verið úr torfi eða grjóti eða hvoru tveggja, flestir úr grjóti að neðan og torfi að ofan. Vesturhlið og stafn stof- unnar er þó úr torfi eingöngu. Yfirleitt er ekki annað eftir en grjót- veggirnir, því að torfið, sem ofan á hefur verið, er orðið að mold og fokið út í veður og vind. En grjótveggirnir eru hins vegar svo vel haldnir, að varla er hægt að segja, að einn steinn sé úr þeim hruninn. Sums staðar slúta þeir fram yfir sig, t. d. austurveggur skála, en það hafa þeir verið farnir að gera, þegar bærinn lagðist í eyði. Síðan tóft- irnar fylltust, hefur ekkert haggazt. Steinveggirnir eru úr óhöggnu basalti, og hefur mikið verið notað af hellugrjóti, sem auðfengið er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.