Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 105
105
fremi að það væru ekki útilegumenn, en ég mun þá hafa verið hættur
að trúa á tilveru þeirra, og var því ótti minn við þá alveg horfinn. Þó
komu mér ósjálfrátt í hug sagnir um útilegumenn, þegar ég komst
fyrst í kynni við Selvogsmenn þarna í fjöllunum. Ekki var það samt af
því, að þeir væru svo ógnarlegir, nei, síður en svo, þeir voru bara
eins og fólk er flest.
Það, sem mér fannst einkennilegast við þessa menn og ferðalög
þeirra, var víst aðallega það, að þeir voru þarna á ferð, þar sem mjög
lítil von var mannaferða, og voru ýmist að koma ofan af fjöllunum
eða fara til fjalla. Oft fylgdist ég með þeim nokkurn spöl eða staldraði
við hjá þeim, þegar þeir voru í áningarstað. Þjóðlegir voru þeir og
viðræðugóðir. Engir voru þeir yfirborðsmcnn — en voru það sem
þeir sýndust og oftast vel það. Ég var forvitinn og spurði margs,
spurði um daginn og veginn, spurði hvernig væri hinum megin við
fjöllin, hvernig sveitin þeirra liti út, um það langaði mig eitthvað að
vita, því að ég vissi þá, að ég var íjórði maður frá Jóni Halldórssyni
lögréttumanni að Nesi í Selvogi og Rannveigu Filippusdóttur, fvrri
konu Bjarna riddara, sem fæddur var að Nesi 6. apríl 1763. Og ég
spurði og spurði, og þeir svöruðu víst oft betur en spurt var.
Eitt var það, sem ég tók eftir í farangri þessara manna, sem var
öðruvísi en ég hafði séð hjá öðrum ferðamönnum. Það voru reiðing-
arnir á hestunum. Þetta voru ekki torfreiðingar, heldur voru þeir
gerðir af rótum eða flækjum. Þeir voru léttir og lausir við mold og
leir. Og ég spurði enn. ,,Já, þetta eru melreiðingar, lagsmaður,“ var
svarið. Stundum sá ég þá flytja í kaupstað ýmsa einkennilega hluti,
sem stundum voru ofan á milli bagga eða í böggum. Þetta voru ýmsir
munir úr skipum, sem strandað höfðu í Selvogi. Már fannst skrítið
að sjá þessa muni, sem tilheyrt höfðu útlendum skipum, vera nú
bundna með ullarböggum sveitamanna, því að þá leit ég á Selvogs-
menn sem eingöngu sveitamenn, en skýringin á öllu þessu var sú,
að þeirra sveit lá bæði til sjávar og lands og Selvogsmenn voru og
eru „synir landvers og skers.“ Ég komst líka að því, að bændur í
Selvogi áttu allmargt fé og margir fjölda sauða og fallega, og það
þótti mér nú ekki alveg ónýtt. Allt fannst mér þetta vera líkt ein-
hverju ævintýri, og á sveit þeirra leit ég í huganum sem ævintýraland,
og ekki grunaði mig þá, að ég ætti eftir að eiga heima í þessari sveit,
en vel gæti ég trúað, að ég hafi einhvern tíma óskað þess, þó að ég
muni það ekki nú.
Það má nú ef til vill segja, að þessi saga komi ekki við lýsingu
þeirra fornu slóða, sem aðallega eru hér skráðar, ef verða mætti til