Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 27
27 legt er, að hann hefur álitið, að engir stafir hafi verið innan í jarð- kerum þessum, heldur hafi þau verið eins konar skyrgryfjur. Vafa- samt er þetta, þó að slíks kunni að hafa verið dæmi. A Skriðu í Fljóts- dal fannst t. d. slík skyrgryfja, eins konar skyrkjallari, en hann var haglega hlaðinn upp úr grjóti, snyrtilegur og ferhyrndur.1) En oftast nær munu þó þessi för eftir skyrgeymsluílát vera eftir stór keröld úr stöfum, og svo hafði verið bæði í Stöng og á Þórarinsstöðum. Á Hóli í Hvammssveit var verið að grafa fyrir húsi 1927. Var þá komið ofan á leifar tveggja sáa með ,,einhverjum matarleifum í,“ en staf- irnir voru svo fúnir, að þeir tolldu ekki saman. Botninn var hins vegar sendur á Þjóðminjasafnið. Hann hefur verið 1,13 m í þvm., með tveimur okum, eins og myndin sýnir (16. mynd). Annar forn skyrsár fannst á Bjargi í Miðfirði 1946. Ég var á ferð um Húnavatnssýslu þá og rannsakaði fornleifar þessar vandlega. Sárinn fannst þannig, að verið var að grafa fyrir hlöðu í fjóstóftinni gömlu að baki bæjarins. Grafið var með vélskóílu. Þarna voru miklar mannvistarleifar, rofmold, aska, gólfskánir. Neðst var komið ofan á stafaker og var botn þess um 50 sm neðan við neðsta gólflagið, og því hefur kerið verið niðurgrafið, a. m. k. sem því svarar. En frá gólfi fjóstóftarinnar var 2,3 m niður að keraldsbotni. Það var sett saman úr 30 misbreiðum stöfum, 7,4—20 sm breiðum. Sá hæsti var 52 sm frá lögg, en enginn þeirra hafði upprunalega hæð. Kerald- ið mjókkaði upp eftir, þannig að þvermál þess var 1,23 m neðst, en 1,17 m 35 sm ofar. Botninn var settur saman úr fjórum fjölum, 2 sm þykkum, og tveimur okum neðan á, með 14 sm millibili (16. mynd). Okarnir voru negldir við fjalirnar með 6 og 7 trétöppum, sem fleygur var rekinn í að neðan til að herða á þeim. Keraldið var höggvið ofan í móhellu og troðið þétt niður með því. Það er annars einkennilegt, að engin merki girðis sáust, og það raunar ekki heldur í Stöng eða á Þórarinsstöðum, þó að greina mætti för eftir stafina í vikri þeim og sandi, sem troðið hafði verið niður með sáunum. Mér hefur dottið í hug, að engar gjarðir hafi verið á þessum keröldum, a. m. k. að neðanverðu, en hinn þétttroðni jarðvegur, sem umlukti þau, hafi komið í þeirra stað. Víst er það, að hann hefur að einhverju leyti komið í gjarða stað, þó að aðalhlutverk hans hafi verið að verja stafina fúa.2) J) Jón Jónsson í Árbók 1897, bls. 22—24. 2) Æði oft hafa safninu borizt skyrleifar, sem fundizt hafa í rústuin, t. d. J’jms. 1940, 2714, 4300—07, 4398, 9351.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.