Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
enn mannvistarlög, einkum bar á kolamolum allt niður á 1 m dýpt,
en þar virtist taka við hrein, leirkennd mold. Grjót er þarna tals-
vert, og á einum stað í skurðinum, litlu norðaustar en hluturinn
fannst og viðlíka djúpt, virtust þrír steinar liggja í glöggri hleðslu,
en ekki virtist hún þó vera lengri á þeim stað. Undir þeim stein-
um var hreyfð mold. 13 m norðaustar en hlutur þessi fannst lá skurð-
urinn yfir gólfskán á 9,20 m kafla. Gólfið var dökkgrátt á lit, um
5 sm þykkt, ekki mjög hart, en ótvírætt. Yfir því var hrein tún-
mold, 50 sm þykk, og vottaði ekki fyrir rústum á yfirborði. 1 gólf-
skáninni fannst brýni, sem lá hjá flötum steini, sem hefði getað
verið undan stoð.
Gólfið og staðurinn, sem hluturinn fannst á, eru merktir með
hælum.“
Ætlunin var að athuga betur gólf það, sem um er talað í skýrsl-
unni, og jafnvel að gera umfangsmeiri fornleifarannsókn, ef tilefni
þætti gefast til. Það fórst þó fyrir vegna anna safnmanna og hefur
ekki komizt á enn. Engu er að vísu glatað með þessum drætti, því
að ekkert rask hefur verið gert á staðnum né mun verða gert, en
drátturinn hefur valdið því, að greinargerð um bronshlutinn kemur
fyrst nú fyrir almennings sjónir. Birting hennar nú á ekki að þurfa
að spilla fyrir hugsanlegri rannsókn á staðnum einhvern tíma seinna.
Við skýrslu Gísla Gestssonar er litlu að bæta. Hluturinn fannst sem
sagt í túninu suður frá bæ á Þingvöllum, 43 sm undir grasrót, í
hreyfðu jarðlagi en ekki gólfskán, en 13 m norðar og nær bæ er
gólfskán á svipuðu dýpi, undan allstóru húsi, sem ekki verður nú
meira um sagt. Engin sérstök ástæða er til að gera ráð fyrir sam-
bandi milli gólfsins og hlutarins. Brýnið sem í gólfskáninni fannst
er 13,4 sm að lengd, mest 3,4 sm að breidd og 1—1,5 sm á þykkt,
úr ljósgráu og linu flögubergi (skifer), brotsár á báðum endum, en
allir fletir mikið brýndir. Brýnið er eins og fjölmörg önnur og ekki
frekari umræðu vert, slíkt getur fundizt hvar sem er.
2
Hlutur þessi verður hér fyrst í stað kallaður húnn, því að hann
hefur verið efst á staf, falur í miðju, en til beggja hliða uppundnir
krókar (1. og 2. mynd, a—b). Hann er steyptur úr bronsi. Ekki er
sýnilegt nú, að hann hafi nokkurn tíma verið gylltur, þótt þess hefði
mátt vænta um svo vandaðan grip. Hann er nú dökkgrænn með áferð-
arfallegri húð (patínu), en sums staðar hefur setzt utan á hana ljós-