Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 9
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLLUM
13
landi, skulu nefndar sams konar hagldalykkjur á Flatatungufjölum,
norsku Heggen-flauginni, sænsku Söderala-flauginni og á bronsrenn-
ingnum frá Winchester á Englandi. Vel má einnig vera, að tungu-
myndaða blaðið, sem neðri skoltarnir enda á, sé öllu meira í ætt
við Hringaríkisstíl en Úrnesstíl.
5. mynd. Bronsnæla frá Tándgarve í Svíþjóð. Á
nælimni eru tveir og tveir samhverfir dýrshausar.
Ur Viking Art. — Brooch from Tandgarve, Swe-
den, ivitli two pairs of symmetrically placed animal
lieads.
Að lokum skal svo vikið að samhverfingunni, sem er svo eftir-
takanlega mikil í þessu verki. Segja má ef til vill, að sjálft eðli
þessa hlutar, húnn með tveimur krókum, bjóði sérstaklega upp á
samhverfingu. En sama er, hér er bersýnilega listrænn vilji að
verki. 1 Hringaríkisstíl var mikil tilhneiging til samhverfingar, jafn-
vel svo að talað er um að hún hafi átt sinn þátt í að gera hann stirðan
og dauðan.6 Þetta má víða sjá, en hér skulu aðeins nefnd tvö áður-
nefnd verk, bronsrenningurinn frá Winchester og Ardre-steinn III
frá Gotlandi (3. mynd). Sá steinn er reyndar talinn á mörkum
Hringaríkisstíls og Úrnesstíls. En í fullburða Úrnesstíl ber miklu
minna á tilhneigingu til samhverfingar, eins og bezt verður séð bæði