Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 11
'rÁ-BÁGALL FRÁ ÞINGVÖLL]M
15
plastískari í sér, hann er þrívíður í miklu ríkari mæli en Hringaríkis-
stíll, sem er flatarstíll, breiðir úr sér á fleti en hefur ekki tilhneig-
ingu til að rísa frá fletinum og losa sig af honum að meira eða
minna leyti.8 Það gerir tJrnesstílinn, og sést þetta vel á sjálfum
Úrnes-plönkunum og Úrnesnælunum, sem eru gegnskornar og plast-
ískar, og til eru tveir alveg plastískir bronshausar af skríni, e. t. v.
helgidómaskríni, sænskir, líklega frá Gotlandi (6. mynd), og þá má
6. mynd. Plastískur dýrshaus, steyptur úr bronsi, líklega
frá Gotlandi og mun vera af lielgidómaskríni. Ur Viking
Art. — A three-dimensional bronze animal head in the
Urnes style, probably from Gotland.
reyndar með miklum rétti bera saman við Þingvallahúninn. Stíl-
lega séð standa þeir á líku stigi, einnig tæknilega. Þa£ er lík áferð
á þessum verkum.
Af framanskráðu er augljóst, hvernig ættfæra skuli Þingvalla-
húninn. Hann tilheyrir Úrnesstíl, hinni síðustu miklu blómgan í list-
stíl víkingaaldar, áður en hin rómanska kirkjulist miðalda hélt
innreið sína í Norðurlönd. Þar með er ekki sagt, að auðvelt sé að
aldursgreina hann nákvæmlega. Örugglega hefur hann verið drottn-
andi liststíll á seinni hluta 11. aldar á Norðurlöndum, en það er
erfitt að draga skýr mörk hvoru megin sem er. Þegar á allt er litið,
má telja líklegast, að upphaf stílsins sé fyrir miðja öldina og hann
komist í fullan blóma á þriðja fjórðungi hennar. Með tilliti til hinna
skýru Hringaríkisatriða, sem á Þingvallahúninum eru, þ. e. haglda-
lykkjurnar fyrst og fremst og samhverfingin, er trúlegt að hann sé
frá tímabilinu 1050—1075, e. t. v. þó heldur nær hinu fyrra marki.