Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 15
19
TÁ-BAGALL FRÁ ÞINGVÖLL]M
löndum vorum. Ástæðulaust er að telja þá alla upp, þeir eru bæði
í Victoria og Albert safninu og The British Museum. Sem frábært
og frægt dæmi skal nefna Alcester-bagalinn (11. mynd), sem svo
er nefndur, the Alcester Tau, í The British Museum, gerðan úr rost-
0. mynd. Matteus guðspjallamaður með tá-bagal. Af Ritn-
ingakrossinum svonefnda, Clonmacnoise, írlandi. Úr F.
Henry: Irish Art II. — The evangelist Matthew holding
a tau staff. From the Cross of the Scnptures, Clonmac-
noise, Ireland.
ungstönn og með afbrigðum fagurlega útskorinn, talinn enskt verk frá
fyrri hluta 11. aldar, eða áður en Normannar unnu England.17 Einn-
ig skal nefna tá-bagal úr rostungstönn í Victoria og Albert safni (371-
71), sem er alþakinn útskurði eins og Alcester-bagallinn, talinn senni-
lega gerður í Rínarlöndum og frá 11. öld.18 Þessir tá-baglar eiga
sammerkt í því, að krókarnir eru báðir með dýrshausum, sem vísa
út fi’á stofni, þótt þeir séu jafnframt þaktir þéttu útskurðarskrauti.