Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
12. mynd. Hinn svonefndi „biskupsstafur heilags Rúperts“, gerður úr fílabeini,
liklega suður-ítalskt verlc frá 11. eða 12. öld, nú í Sankti-Péturs lclaustrinu i
Salzburg. Ljósmynd: Dr. Adolf Hahnl. — The socalled St. Rupert’s Crosier in
the St. Peter Monastery, Salzburg.
í sniðum og ef til vill ekki í jafnhárri kirkjusiðalegri tign. En vafa-
samt er hvort þetta er nokkuð nema hugboð, og helzt virðist sú
skoðun vera ríkjandi, að tá-bagallinn sé ekkert annað en sérstakt
afbrigði af hefðartákni biskups eða ábóta,21 báðar gerðir hafi átt
sama rétt, og hafi þetta haldizt fram á 12. öld, þó að bagall með
einum krók hafi þá verið farinn að taka forustuna og verði síðan
einráður í vestrænu kirkjunni. Bagall með tveimur krókum varð
hins vegar ofan á í austrænu kirkjunni, hinni grísk-kaþólsku, og held-
ur þar velli enn.22 Eru krókarnir oft uppundnir ormar með haus,
en reyndar á það einnig við um marga vestræna miðaldabagla með
einum krók, og þannig er til dæmis tannbagallinn, sem fannst í kistu
Páls biskups. Bronshluturinn frá Þingvöllum mun því vera af full-
gildum bagli, tignarmerki biskups eða ábóta,23