Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 26
3Ó ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINð Skikkjan er einnig tekin saman í hálsinn, en hún virðist vera hettu- laus; undir skikkjunni er skósíður kyrtill. Hægri hönd Jóhannesar sést ekki, en með hinni vinstri heldur hann klæðunum að sér. Sé það rétt að skikkjan sé hettulaus, sést undir geislabaugnum hár, sem postulinn ber þverskorið yfir enni, en það hylur eyrun. Hann er með styttra skegg en Kristur, en annars er það eins. Það er athyglis- vert að Jóhannes heldur ekki á bók, svo sem þó er venja. Eyrún Guðjónsdóttir, kona Emils Ásgeirssonar, eignaðist spjaldið eftir móður sína, Guðrúnu Erlendsdóttur, en nú veit enginn hvaðan hún fékk það. Guðrún var fædd á Brjánsstöðum í Grímsnesi árið 1863 og bjó í Miðfelli og Gröf í Hrunamannahreppi. Dætur hennar muna að hún var vön að geyma spjaldið undir koddanum sínum. Saga spjaldsins, sú sem hér hefir verið sögð, dugir skammt til að ákveða aldur þess, því að útlit efnisins í því sem og yfirbragð út- skurðarins benda til miklu hærra aldurs en frá síðari hluta 19. aldar. Satt að segja virðist þetta helzt vera paxspjald, en slík spjöld voru notuð við kaþólska messu (þegar safnaðarfólk kyssti á spjaldið, sagði presturinn „pax vobiscum“, þ. e. friður sé með yður), en þó er þetta alls ekki víst. Hafa ber í huga að spjaldið er viðvaningslega skorið og er því minna að marka stíl þess, en þó skal freistað að bera mynd- irnar á því saman við myndir í Þjóðminjasafninu. Fótstaða Krists er svipuð því, sem er á nokkrum krossum í Þjóðminjasafni, flestum frá kaþólskri tíð, líklega vegna þess að myndskerarnir ráða ekki við að sýna eðlilega krosslagða fætur. Sama máli gegnir um kórónuna, sem minnir fremur á snúinn kaðal en þyrna, en þvílíkar kórónur eru á nokkrum Kristsmyndum í safninu. Ekki er því að neita að mik- ill svipur er með þessu spjaldi og nokkrum atriðum á paxspjaldi( ?) nr. 2444 frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, en það er talið frá um 1400, skorið í tönn. Þá ber að nefna nr. 14413, þrjár myndir skornar í tré með góðu handbragði, liklega frá Klyppsstað í Loðmundarfirði, en óvíst hve gamlar. Það eru Kristur á krossi, María og Jóhannes, og hafa verið á spjaldi og þá staðið í mynd líkri þeirri á spjaldinu frá Gröf. Einkum eru Maríumyndirnar líkar, handastellingar þær sömu, og klæðnaðurinn svo til alveg eins. Ekki er vitað frá hvaða tíma mynd- ir þessar eru. Það einkenni, sem eftirtektarverðast er á spjaldinu, skeggtízku Krists og Jóhannesar, hefi ég ekki komið auga á annars staðar. Varla getur spjald þetta verið yngra en frá 18. öld og meiri líkur til að það sé frá kaþólskri tíð, en eldra en frá 14. öld getur það hreint ekki verið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.