Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 31
KIRKJA FRÁ SÍÐMIÐÖLDUM AÐ VARMÁ
35
hellugólf í henni. Hellugólfinu hallaði fram að dyrum. Yeggjamolda
eða gólfskána varð ekki vart. Til hvers hefur svo hús það, sem á tóft-
inni stóð, verið notað ? Ekki fundust neinar leifar í tóftinni sem skáru
úr um það. Víst er þó að þetta er ekki kirkja. Helzt dettur manni í
hug einhverskonar útiskemma, jafnvel kofi yfir búpening.
Næstefsta tóftin eða miðtóftin í hólnum bauð upp á mörg vanda-
mál (4. mynd). Ljósar eru þó á teikningum steinaundirstöður undir
ytri brún veggja þriggja hliða tóftirnar, austur (um 6 m), norður
og suðurhliða (um 7,5 m hvor). Til vesturs vantaði allar slíkar hleðsl-
ur. Þó hefur vesturgafl tóftarinnar, eins og hinir veggirnir, verið
úr torfi og grjóti, það sést af, 1) útbreiðslu gólfskána, 2) stein-
hleðslu um smiðjueld og 3) útbreiðslu eldfjallaöskulaga. Dyr hafa
verið á vesturgafli. Steinaraða undir innri veggjabrún voru engin
ljós merki nema undir suðurvegg, þar sem gólfskánir takmörkuðust
greinilega af nokkrum hnullungum. Gólfskánir voru þykkar í tóft
þessari, blandnar mold og torfusneplum sumstaðar sem og smástein-
um og steinabrotum. Örfáar meiriháttar hellur voru innan um. Þetta