Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 32
36
arbók fornleifafélagsins
5. viynd. Gncnnflötur neðstu tóftar á Varmá, kirkjutóftar. — Plan of deepest
lying house remains, the church.
hefur verið smiðjuhús, sem ef til vill hefur þjónað hlutverki skemmu
á stundum. Ljóst er af teikningu að smiðjueldur hefur verið kyntur í
norðvesturhorni þess. Greina mátti hringlaga gróf, mjög grunna,
fyllta ösku og kolaleifum undir smásteinahröngli í horninu. Það sést
einnig að steinahleðsla hefur verið um grófina út í húsið. Þetta voru
ekki leifar neins rauðablásturs, það var augljóst. Hinsvegar fundust
í öskudreif á gólfskánum járngjallsmolar. Vegna þess hve molarnir
voru vænir, verður það varla skýrt öðruvísi en að um misheppnaðar
járnsmíðar sé að ræða. Margt annað fannst, brotnir steinsleggju-
hausar og aska sem áður var á minnzt, einkum í vesturhluta tóftar-
innar. Þá var sérlega mikið af brýnisbrotum að finna í gólfskánunum,
sumt var nær uppslitið af notkun, annað var að mestu ónotað en þó
virtist stærð þess ekki hafa heft notkun. Má af öllum þessum atrið-
um ætla að menn hafi smíðað í þessu húsi, dengt og brýnt. í tóft
þessari fundust einnig nokkrir tinnumolar sem tæplega geta verið
innlendir að uppruna. Þá má minnast þess að í húsi þessu hafa senni-