Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 39
KIRKJA FRÁ SlÐMIÐÖLDUM AÐ VARMÁ 43 ekkert eiginlegt lag var á að finna, höfðu þó sumar naglagöt eða hnoðnagla. Gjarðarhringjubrot (164) er myndarlegt og þungt og fannst í sambandi við kirkjutóftina. Má e. t. v. ætla af því með öðru að kirkjan hafi endað lífdaga sína sem skemma. tlr kirkjutóftinni er annars merkast eirbrota, eirþynnur tvær, sem haldið er saman af þremur nöglum úr sama efni og hafa þeir gengið í gegnum tré á milli þynnanna (246), og eirhanki (249) sennilega eyra af potti. Járnbrot fundust mörg að Varmá, flest var það sennilega nagla- leifar. Erfitt er að sjá lag á sumum ryðkekkjunum, þó má sjá að einn þeirra hefur verið lítil hringja (187), hann lá í smiðjutóft. Merkast úr kirkjutóft er brot af eggjárni (282a), ljá eða sigð.12 Allt gler, sem fannst að Varmá, að einu bláu perlubroti (282) und- anteknu, er úr smiðjutóft og þaðan af yngra. Segir lega þess í jörðu til um það. Mikill hluti glerbrotanna er bersýnilega rúðugler. Ekki verða gluggar húsa staðsettir eftir dreifingu þeirra. Rúðugler þetta (64, 68, 73, 75, 82, 83, 112, 119, 192, 195, 209, 217, 218, 220, 223, 224, 228, 237, 240, 243) er óvönduð framleiðsla um 1-2 mm þykk (nokkuð misjafnt eftir brotum). Virðist af ávölum jaðri á einu brotanna (83) sem framleiðslan hafi verið með þeim hætti að bráðið gler hafi verið pressað eða fergt og kanturinn á broti þessu sloppið undan farginu og því þrútinn og ávalur. Gler þetta er að sjálfsögðu innflutt erlendis frá. Hér heima hafa menn svo sniðið það í heppilega stærð. Má sjá á nokkrum brotanna þess merki (83, 112, 192, 243), hefur verið kvarnað úr köntunum (retouscherað) svo rúðurnar næðu réttri stærð og lögun. Mjög er ósennilegt að þetta sé frá miðöldum. Ofan við og í hinni skýru gólfskán smiðjutóftarinnar voru greinileg brot úr flöskum. Annars vegar voru brot úr tveimur áttstrendum flöskum (gagnsætt 92; græn 72, 74, 96, 190, 226, 229, 239), ekki hafa þær verið ólíkar í laginu þýzkum brennivínsflöskum frá 18. öld.13 Þær munu vera frá 18. eða jafnvel 19. öld. Hinsvegar fundust í og á gólf- skáninni stútar af tveimur smáflöskum (102, 109) ásamt brotum úr þeim, næfurþunnum. Ógerningur er að koma brotunum saman svo þunnt og óverulegt sem glerið er. Önnur þeirra virðist þó hafa verið nokkuð hnöttótt (102) og var korktappi í stútnum, hin e. t. v. fremur með sívalningslagi. Eru þær og hinar unglegustu. Af steinhlutum má helzt telja snældusnúð úr klébergi (171), sem 12 Nokkur kornrækt hefur verið í Mosfellssveit fram um siðaskipti, sjá Sigurdur Thorarinsson (1944) bls. 138. Þar með er þó ekki fullyrt að brotið sé úr korn- sigð. 13 Elisabet Fex (1953) bls. 170—172.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.