Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 49
ÍSLENZKT DRYKKJARHORN
53
orðunum all-ljótt í. Ef til vill vantar í áletrunina. En augljóst er,
að þetta er vísa með stuðlum og endarími.1 — Á breiðara leturband-
inu neðar stendur: mines/horn/heil, þ. e. minnishom, heil (eða
heill). Þessi orð eru eins og andblær frá því umhverfi, þar sem
hornið átti heima. Minnishorn voru horn þau, sem notuð voru, þeg-
ar minni voru drukkin, siðadrykkjur, sem alvanalegar voru á mið-
öldum, ekki sízt í veizlum og gildum. Að vísu voru gildi víst ekki
sérlega algeng á Islandi, en eigi að síður eru fyrir því ritaðar heim-
ildir, að minni voru drukkin bæði á miðöldum og seinna. Vitað er,
að báðar dómkirkjurnar áttu mörg minnishorn. Einnig voru þau til
í kíaustrum og hjá veraldlegum höfðingjum.
Útskurðurinn er prýðisgóður. Hann hlýtur að vera eftir vanan
tréskera. En það er þrautin þyngri að kveða nákvæmlega á um
aldur verksins. Islenzkur listiðnaður er þekktur að íhaldssemi, og
einkum og sér í lagi var haldið fast við rómanska stílinn. Saman-
burður við íslenzkan tréshurð ætti að benda til þess, að þessi út-
skurður væri frá um 1600.
Islenzk drykkjarhorn hafa oft áður vakið athygli einmitt í List-
iðnaðarsafninu í Osló. Árið 1911 eignaðist það annað íslenzkt drykkj-
arhorn, hið svonefnda Velken-horn. Það hafði á sinni tið lent á
bænum Velken, Granvin í Harðangri, eftir að því hafði verið rænt
frá íslenzka eigandanum, að líkindum fyrir 1600. Greinar um það,
eftir Oluf Kolsrud og Matthías Þórðarson, eru í „Beretning om
Kristiania Kunstindustrimuseums virksomhed", árin 1911, 1912 og
1916.
Árið 1930 hafði safnið mikla sýningu á norskum og íslenzkum út-
skurði í bein og horn. Þá voru hlutir fengnir að láni, ekki aðeins i
mörgum norskum söfnum og Þjóðminjasafni íslands, heldur einnig
söfnum í mörgum öðrum löndum. Hvorki meira né minna en 14
íslenzk horn voru á sýningunni. Safnið á einstaklega gott ljósmynda-
safn frá þessari sýningu.
Þegar þetta er haft í huga, verður að telja sérstaklega gleðilegt,
að áður óþekkt ágætt íslenzkt drykkjarhorn, sem kemur upp úr
kafinu, skyldi einmitt komast í eigu þessa safns.
1 Frú Mageray hefur ekki ráðið alls kostar við áletrunina. Það gerir Chr.
Westergárd-Nielsen ekki heldur í grein í Berlingske Tidende 5. sept. 1970,
þar sem hann gerir þetta horn að umtalsefni og vill m. a. betrumbæta túlkun
frú Mageroy. Hann segir: „Der skal utvivlsomt læses: „Alljótt í illa fer, svo
að ei má verr“, og betydningen er ganske ligetil: „Det helt slemme (ikke
som af fru Mageroy foresláet: „temmelig stygge“) gár over i det onde, sá det
(situationen) ikke kan blive værre“, et opbyggelsens ord til den, der har