Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 51
ÞÓRÐUR TÓMASSON
BÖKBAND GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR
Á MINNA-HOFI
1
Ýmsar iðngreinar nútímans eiga rætur sínar í iðju og handtökum
manna, sem voru ólærðir eða lítt lærðir menn að nútíðarskilningi
en oft með gáfu og getu iðnlærðra meistara. Hér verður gerð lítil
grein fyrir Rangæingi á 19. öld, sem náði þessu marki — að sönnu
ekki að öllu án aðstoðar — í einni handiðn, bókbandi.
Bækur og bókband hafa fylgzt að á Islandi frá upphafi ritaldar og
fram á þennan dag. Flestir bókbindarar miðalda eru með öllu óþekkt-
ir og verk þeirra glötuð. Til undantekninga má telja minnisgrein-
ina alþekktu í einni skinnbók Árnasafns frá 14. öld um, að Snorri
Andrésson hafi bundið hana og skarað rauðu skinni.1
Hæst náði bókbandslist miðalda í skreytingu textabóka kirkna og
var þá komin á svið gullsmíði og silfursmíði. Skraut hinna fornu
texta, sem búnir voru dýrum málmum, er fyrir mörgum öldum eytt
í málmbræðslum, og miðaldabækur í hversdagsbúningi hafa flestar
skipt um föt, ef svo mætti segja.
Ekkert prýðir gamla bók meir en gamalt band. Þó var sú tíð — og
vísast varla liðin — að bækur voru miskunnarlaust teknar úr sínu
gamla bandi, ef það var tekið að hrörna á einhvern veg. Eitt dæmi
þess er það, að í byrjun þessarar aldar tók Þjóðskjalasafn Islands
margar kirkjubækur úr sínu upphaflega bandi og afhenti það Þjóð-
minjasafninu, víst einna helzt ef spjöld og kilir voru með þrykktu
flúri rósastrengja eða annars skrauts. Svipaðri meðferð eða verri
sætti sumt gamalt bókband í Árnasafni á síðustu öld.
Á 16. og 17. öld störfuðu útlendir bókbandsmeistarar á biskups-
stólunum á Hólum og í Skálholti. Verk þeirra eru enn til í bandi
prentaðra og skrifaðra bóka, og áhrifa þeirra gætti í bókbandi íslend-