Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Síða 53
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI
57
stálmatíma, áður en mjólk féll til þeirra. Kúalím þótti bezt úr fyrsta-
kálfskvígum. Ending þess er óbrigðul og enginn sæll af að ætla að
losa gamalt skrifað eða prentað blað úr þeim viðjum.
Allt fram um aldamótin 1800 hittust dæmi þess, að bókbindarar
skreyttu bækur með gröfnum bókaspennslum og skreyttu spjöld með
drifnu látúni eða silfurvíravirki. Gott dæmi um hið síðarnefnda hitt-
ist í verkum Brynjólfs Halldórssonar gullsmiðs og skurðmeistara,
sonar Halldórs Brynjólfssonar biskups á Hólum. 1 byggðasafninu í
Skógum undir Eyjafjöllum er Vídalínspostilla frá Hellnatúni í Holt-
um í ágætu bandi frá 1809. Á spennslum er auk ártals fangamark
fyrsta eiganda: GÞD = Guðrún Þórðardóttir, en spj öldin eru skreytt
drifnu látúni á hornum og miðju. Líklegt er, að þessi bók sé bundin
í Rangárþingi. Óþekkt er nafn mannsins, sem veitti henni þennan
veglega búnað. Verk hans er dæmi um ágæta alþýðulist, en dæmi um
jafnoka nútíma bókbandsmeistara finnst hjá öðrum Rangæingi á 19.
öld, Guðmundi Péturssyni bónda á Minna-Hofi á Rangárvöllum.
Guðmundur er einn þeirra mörgu snillinga frá horfnum tíma, sem
segja má, að horfið hafi í gleymskunnar djúp. Hlutverk þessarar
greinar er að leiða nokkur verk hans fram í dagsljósið og gera eig-
endum verka hans auðið að tengja þau höfundarnafni, er auka mun
verðmæti þeirra og sóma.
2
Völ er ágætra heimilda um ævi Guðmundar og verk hans. Bezta
heimild um hann er að finna í „Ættartölubók herra Guðmundar Guð-
mundssonar bókbindara á Eyrarbakka,“ sem „rituð er á Eyrarbakka
í Apríl og Maí mánuðum 1890“ af Bjarna Guðmundssyni, er nefnd-
ur var Ættartölu-Bjarni (1829—1893). Endar hún á greinargóðu
„æfiágripi Guðmundar Péturssonar,“ sem vafalaust er samið að fyr-
irsögn Guðmundar bókhaldara og bóksala, sonar hans. Guðmundur
bóksali safnaði ljóðum föður síns og skráði saman í bók af alþekktri
vandvirkni og alúð. Ber það handrit heitið: „Æfiágrip og Ljóðmæli
Guðmundar bókbindara Péturssonar á Minna-Hofi 1812—1876.“
Handritið er frá 1902. Aftan við það eru þrykktir „nokkrir af
stimplum þeim, sem Guðmundur Pétursson gróf í kopar,“ hin bezta
staðfesting verka hans, sem völ er á. Myndir af flestum stimplunum
fylgja þessari grein.
Varðveitt eru bréf þau, er Guðmundur Pétursson skrifaði Frið-
riki syni sínum, er hinn síðarnefndi var við bókbandsnám í Reykja-