Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Qupperneq 56
60
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
léttur fótur fram á fullorðinsaldur. Á hverju ári tók hann mikið
af bókum til útsölu frá Reykjavík og batt þær, áður en hann seldi
þær. Band hans þótti bæði traust og snoturt, því hann var vand-
virkur að því sem hverju öðru verki er hann gjörði og líkaði því
illa öll hroðvirkni.
Engum var hann verðlaunum sæmdur fyrir jarðabætur þær og at-
orku, er hann sýndi í búskapnum Hann fór heldur aldrei fram á það
en sagði jafnan, þegar um slíkt var rætt, að jörðin sjálf gæfi sér
beztu og drjúgustu verðlaunin og annarra verðlauna þyrfti hann
ekki við.
Eins og nokkrar af vísum hans bera með sér, þótti hönum gott
vín á efri árum sínum. Þó var hann frábrugðinn flestum öðrum,
þeim er svo eru gjörðir, að því leyti, að varla mátti heita, að hann
neytti þess á veturna, er hann var við vandastörf sín.
I júlímánuði 1876 fór Guðmundur sál., eins og venja hans var,
suður til Reykjavíkur til að sækja bókbandsefni sín og sölubækur.
Var hann þá óhraustur. Tók hann þá sótt, er leiddi hann til bana.
Var það lungnabólga (tak fyrir brjósti), sem brátt yfirþyrmdi hann
svo, að hann ekki varð ferðafær. Samt sem áður vildi hann með engu
móti annað en halda heimleiðis, þó Friðrik sonur hans, er þar bjó
(þ. e. í Reykjavík), reyndi til að afráða hönum frá því. Komst hann
þannig á sig kominn, meira af vilja en mætti, austur á Eyrarbakka
að kvöldi hins 21. júlí og var þá svo yfir kominn af veikindunum,
að hann treystist eigi lengra. Var hann þá búinn að fá þunga hryglu
og mæði svo vart skildist hvað hann sagði. Læknir var þegar við
hendina, en allar tilraunir voru árangurslausar. Daginn eftir (22.
júlí) þyngdi hönum svo um kvöldið, að hann gat engu orði komið upp,
þangað til rétt fyrir andlátið, að hryglan hvarf, og andardrátturinn
varð eðlilega hreinn. Virtist hann þá ekki lengur hafa rænu, og til
kl. 10,45 var hann liðinn.
Eftir ósk ekkju hans var líkið flutt austur til heimilis hans og
jarðsett að Odda 2. ágúst. Hélt sra. Isleifur Gíslason húskveðjuna
en prófastur Ásmundur Jónsson líkræðuna. Var hann lagður sunn-
an undir kirkjunni, næst fyrir framan legstað Skúla sál. læknis
Thorarensens.
Guðmundur sál. Pétursson var í minna meðallagi á vöxt en fremur
gildur eftir hæð, ljósleitur í andliti og nokkuð toginleitur, dökkur á
hár, með dökkjarpt skegg, sem hvorutveggja var orðið næstum hvítt
af hærum hin síðustu árin. Augun voru blá og gáfuleg, nefið beint
með litlum lið á miðju. Svipur hans var hreinn og þokkalegur, og