Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Page 57
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI
61
svo var hann einkennilegur í sjón og tali, að flestir, sem einu sinni
höfðu séð hann, munu hafa þekkt hann aftur. Hann var maður hold-
grannur og skjótur í öllum líkamans hreyfingum en fremur seinmælt-
ur og rómurinn nokkuð dimmur, þegar hann talaði. Skartmaður var
hann eigi, hvorki í klæðnaði né öðru, en vildi þó hafa allt snoturt og
þokkalegt.“
3
Æviágrip Guðmundar skráð af Guðmundi syni hans 1902 er mjög
samhljóða þessu. Um bókbandsstíla hans getur þar og segir, að þá
megi ,,víða sjá enn á bókum og bréfaveskjum þar eystra.“ 1 bréf-
um Guðmundar Péturssonar til Friðriks sonar hans, sem áður um
getur, er víða komið við, en hér skal það eitt upp tekið, er varðar
störf hans við bókband:
21. nóv. 1855: „Hjeðan er allt tíðindalaust að frjetta, nema að jeg
hefi nóg að binda. Jeg er búinn með 50 og er að binda aðrar 50.“
18. jan. 1856: „Fátt hef jeg annað til skemmtunar mjer en bók-
bandið, og það hef jeg getað vel útrásað mig með í vetur, því tíðin
hefur verið sú bezta, sem jeg man. Jeg fór fyrir Jólin fram í Land-
eyjar og inn í Hlíð (Fljótshlíð) og kom aftur með 17 dali í pening-
um, enn uppá miklu meira að binda, so jeg hefi einlægt nóg að gera.“
25. marz 1856: „Jeg hefi haft nóg að binda í allan vetur. Jeg
lauk samt við núna fyrir Páskana, so það verður líkast til minna
síðan af, og gildir mig það einu ef tíðin verður sona. Þá getur skjeð
mig langi að líta út til einhvörs í þessari suðurlandablíðu, sem alltaf
er. Jeg óskaði mjer innilega að vera kominn dálitla stund úr degi
suður í bókbands Salinn ukkar Egils um Páskana, enn það gekk ekki
eftir.“
9. nóv. 1856: „Fyrst batt jeg 20 Prédik. í haust og so tók jeg til
við 100 st„ sitt af hvörju, sem hjá mjer lá og að mjer barst, og er
það nú spjaldað allt enn ekki meir, því mörg er frátöfin á haustin
hjá okkur í sveitunum."
27. nóv. 1857: „Jeg er að stauta við bókbandið, eins og vant er,
og hann litli Gvendur með mjer, á milli þess hann er að læra.“
23. júlí 1858: „Jeg ætla að biðja þig að umgangast við Egil, að
hann sendi mjer 10 Sálmabækur í haust, þegar búið er að prenta
þær.“
4. febr. 1859: „Jeg hef einlægt liaft nóg að gera í vetur til þessa,
og nú fyrir skömmu fór jeg fram um Landeyjar víða og seldi þá