Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 69
BÓKBAND GUÐMUNDAR Á MINNA-HOFI
73
tvíþætt, annarsvegar bókbindarans, sem nær þeim árangri, sem að
er stefnt, hinsvegar málmsteypumanns og leturgrafa, er af eigin
rammleik, festu og smekkvísi færir í form skrautverk, er í senn
byggir á gamalli hefð íslenzkra listamanna og fer sínar eigin braut-
ir. Ekki verður reynt hér að gera grein fyrir þeim áhrifum, sem
Guðmundur hefur orðið fyrir af verkum innlendra og útlendra bók-
bandsmeistara, en auðvelt væri að benda á þau, þótt Guðmundur birt-
ist fyrst og fremst í verkum sínum sem sá, er fátt þarf til annarra
að sækja.
Bréf Guðmundar til Friðriks sonar hans og æviágrip Ættartölu-
Bjarna sýna þær leiðir, sem Guðmundur hefur farið í öflun bók-
bandsefnis og bóka. I blöðum Guðmundar sonar hans er að finna
afhendingarseðil bókbandstækja og bókbandsefnis frá Páli Sveins-
syni í Kaupmannahöfn 12. apríl 1852. Mun hann fremur vera sendur
Agli Jónssyni í Reykjavík en Guðmundi á Minna-Hofi og kynni að
vera úr fórum Friðriks Guðmundssonar bókbindara, er fékk sveins-
bréf sitt útgefið 24. des. 1860, líklega einna fyrstur íslenzkra iðn-
aðarmanna, sem lært liöfðu hér heima.
Guðmundur á Minna-Hofi var tvígiftur. Fyrri konu sína, Guð-
rúnu Sæmundsdóttur, missti hann 1845. Seinni kona Guðmundar
(1846) var Ingigerður Ólafsdóttir bónda í Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum, Loftssonar, og konu lians, Guðrúnar Jónsdóttur, sem átti
ætt sína að rekja til Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum. Ingigerð-
ur dó 1883.
Hagvirkni Guðmundar bókbindara gekk í arf til barna hans.
Tveir synir hans af fyrra hjónabandi urðu þekktir iðnaðarmenn,
þeir Friðrik bókbindari og Ebeneser bókbindari og gullsmiður á
Eyrarbakka. Sonur Guðmundar í síðara hjónabandi, Guðmundur
bókhaldari og bóksali á Eyrarbakka var þekktur fyrir fagran frá-
gang á öllum verkum, merkur fræðasafnari og menntavinur á sinni
tíð.
Von mín er, að þessi þáttur um Guðmund bókbindara geti stutt
að því, að hann rísi að nýju upp í verkum sínum og hreppi þann
heiður, er honum ber. Er þá betur af stað farið en heima setið.7
TILVITNANIR
1 íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 329.
2 Skv. sóknarmannatali í Oddasókn virðist Guðmundur fyrst fara fjarvistum
frá heimili sínu 1832, „um tíma fjarverandi."
3 Eyjólfur Eggertsson bókbindari dó úr taksótt, 34 ára, að Eiði í Mosfells-
sveit 26. júní 1834.