Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFELAGSINS
um gröftinn. Var mér þetta verk óljúft, einkum vegna staðarvalsins,
en fékk því þó ekki breytt.
Þarna myndaðist eins og hóll í brekkunni, ofurlítið flatur að
ofan. Þar sem bænahúsið hafði átt að standa, var á þessari flöt.
Ég reyndi að haga greftrinum þannig, að sem minnst rask yrði á
mannvirkjum, ef einhver væru, en þó var óhjákvæmilegt, að annar-
hvor hliðarveggurinn lenti í gryfjustæðinu, eftir því sem manni
virtist að jarðlagið benti til. Leit út fyrir að hústóftin hefði snúið
í austur-vestur. Enda reyndist það rétt vera. Gryfjan var hring-
mynduð, 3,35 m í þvermál. Hinn 3. október hófst gröfturinn, og
kom brátt í ljós veggjahleðsla, sem var 0,35 m undir yfirborði
jarðvegsins. Veggur þessi lá frá austri til vesturs og var norðantil
við miðju, yfir þvera gryfjuna. Hleðslan var tvíhlaðin eða tvö-
faldur veggur og um 1 m á þykkt og um 0,75 m hár. Allir voru
steinar þessir vel tækir hraustum manni og auðsjáanlega valdir
hleðslusteinar. Um breidd tóftarinnar veit ég ekki með vissu. Að
vísu var grjót syðst í gryfjunni, en hvort það hefur verið brún
suðurveggsins, veit ég ekki, en tel það ólíklegt. Lengd var heldur
ekki mæld, aðeins hugsað um gryfjuna og ekkert grafið þar út fyrir.
Undir norðurvegg, eða réttara sagt meðfram honum, fann ég
beinagrind af manni. Þessi bein voru ekki mjög illa farin, og tókst
mér vel að mæla lengd beinagrindarinnar. Var hún 1,69 m. Niður á
bein þessi var 0,70 m frá yfirborði. Ég vildi þegar hætta öllum greftri
þarna. Tilkynnti ég þá strax sýslumanni Norður-Múlasýslu frá
beinafundinum, og hann tilkynnti þegar þáverandi þjóðminjaverði
hið sama, en hann kvaðst þá ekki geta komið rannsókn við, a. m. k.
ekki á næstunni. Einnig spurði ég prestinn okkar, hvað gera skyldi
við bein þessi, og kvað hann rétt að leggja þau inn í veggina
gryfjunnar.
Eftir þessi málalok vildi húsbóndi minn að greftrinum væri haldið
áfram. Næst kom ofurlítið urðarlag, sem ég hélt að vera myndi
gamalt aurhlaup. Það var um 0,5 m á þykkt, eða dýpt. Rétt undir
þessu urðarlagi komum við niður á mjög fúin bein. Reyndist okkur
illmögulegt að mæla lengd þeirrar beinagrindar, þótt ég viti vel,
að það muni hafa verið leikur einn fyrir fornfræðinga. Niður á
þessi bein var röskur metri frá yfirborði eða um 1,30 m. Ég hygg
að þessi beinagrind hafi verið af stórum manni. Höfuðkúpan 'klofn-
aði við uppgröftinn, það lenti járnkarl á henni. Þó tókst mér að
mæla hana að nokkru leyti. Var hún 0,30 m frá hnakka að ennis-
beini. Vegna þess hve austarlega hún var í gryfjunni komumst við