Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 75
ELSA E. GUÐJÓNSSON
ENN UM SKILDAHÚFU
i
Til viðbótar þeim heimildum um skildahúfur, sem taldar voru í
grein um það efni í Árbók 1969,1 skal hér getið tveggja, sem höf-
undur hafði ekki komið auga á, er greinin var skrifuð. Ekki raska
þær því, sem þar var sagt, heldur verður að telja, að önnur (eldri)
heimildin að minnsta kosti styðji það, að skildahúfur hafi verið sér-
stakt brúðardjásn, og báðar bera þær með sér, að skildahúfur hafi
tilheyrt búningi efnaðra kvenna. Þá verður hér enn fremur reynt
að leiða getum að, hvaðan og hvernig skildahúfan í Þjóðminjasafni
Islands (Þjms. 10934; 1. mynd) barst til listasafns konungs í Höfn
árið 1784, en til þess treystist höfundur ekki fyrr.2
II
I brúðkaupssiðabók frá seinni hluta 17. aldar, sem varðveitzt hef-
ur í handriti, er kafli um brúðkaupsbúning og klæðnað.3 Er þar
getið um skildahúfu með búningi brúðar, en ekki með búningi ann-
arra kvenna í brúðkaupi. I kaflanum segir svo: „Jömfruen sie skrijdd
brudarligre dragt epter gomlum landsing vana med kaste, koppum,
laufapriönum, linda, lijnsvintu, skýlldahufu, tplum og feste, ýngis-
pijkur adrar skulu og eirnin med sæmiligre dragt skrijdast Gpfugar
Matronur hu^freýur og giptar konur sie med Kápur og klæd-
ighempur."4 Einna helzt er talið, að bókin sé frá Skarði á Skarðs-
strönd, frá dögum Þorsteins Þórðarsonar, er þar bjó á árunum
1682—1700.5 Fáeinar aðrar íslenzkar brúðkaupssiðabækur eru til,
frá 16., 17. og 18. öld, en ekki er skildahúfu getið í þeim, svo höf-
undi sé kunnugt, enda mun klæðnaði manna örsjaldan vera lýst þar
svo náið, að einstakir hlutar búnings séu nefndir.
Svo vill til, að hin heimildin um skildahúfu, sem fundizt hefur,
er einnig tengd Skarði á Skarðsströnd og ætt Þorsteins. I minnis-