Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSÍNS
80
1. myncl. Skildaliúfa (Þjms. 10934), séð að framan. Á húfuskildinum ennismeg-
in eru fjögur krosslaga, steinsett lauf. Ljósm.: Gísli Gestsson. — Skildahúfa
(National Museum, Reylcjavík; Inv. No. 10934), front view. Four pendant
crosses, set with stones, hang from the ornamental disk at centre front.
grein eftir Sigurð málara Guðmundsson frá árunum 1858—1859 seg-
ir hann frá mjög ríkmannlegum og skartmiklum kvenbúningi, sem
Þorbjörg Bjarnadóttir á Skarði hafi átt.<; Var Þorbjörg (f. um 1720,
d. 1809) kona séra Eggerts Ormssonar, en dóttir Bjarna Péturssonar
sýslumanns hins ríka á Skarði og konu hans, Elínar Þorsteinsdóttur
Þórðarsonar.7
Lýsinguna á búningi Þorbjargar hefur Sigurður eftir Jóhönnu
Eyjólfsdóttur, prófastskonu í Flatey (f. 1798), sem hafði séð bún-
inginn hjá dóttur Þorbjargar, Ragnheiði Eggertsdóttur (d. 1819),
konu séra Jóns Ormssonar í Sauðlauksdal.8 Sigurður telur upp að
því er virðist helztu hluta búningsins ásamt skarti, sem honum fylgdi;
voru það treyja með kraga, pils og svunta, herðafesti, koffur og
„skilda eða skjaldahúfa". Öllu er þessu lýst af talsverðri nákvæmni
hvað gerð, efni, lit og skreytingu snertir, að skildahúfunni einni
undanskilinni; henni eru því miður engin skil gerð önnur en að