Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Side 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Eitt laufið á stóra
skildinum á slcildahúfunni á 1.
mynd (t. h. á myndinni). Lauf-
ið er með bláum steini. 2:1.
Ljósm.: Gísli Gestsson. — One
of the pendant crosses on the
large disk of the skildahúfa
shown in Fig. 1 (to right in
photo). The cross is set with a
blue stone. 2:1.
manns Gíslasonar.18 Tókst góður vinskapur með amtmannshjónun-
umia og Sir Joseph Banks og fylgdarmönnum hans; til dæmis gerðu
listamennirnir þrír úr þeirra hópi flestar þær myndir, sem þeir
teiknuðu af kvenbúningum og kvenskarti, í Sviðholti.20 Hefur þar
líka verið gnægð fyrirmynda og ekki af lakara taginu, eins og mynd-
in aí' hempuskildinum með fangamarki amtmannsfrúarinnar (4.
mynd) ber með sér, enda voru þau hjón stórauðug.21
Árið 1770 hafði Ólafur Stephensen verið skipaður amtmaður
norðan- og austanlands og þá verið ætlazt til, að hann flyttist norður,
en hann var því mjög fráhverfur og fékk leyfi til að halda búsetu
syðra. Tólf árum síðar var þó svo komið, að ekki þótti annað fært
en að amtmaður byggi fyrir norðan. Bjó Ólafur þá á Innra-Hólmi,
en vildi með engu móti fara norður. Var hann leystur frá embætti
vorið 1783, en hélt þó fullum launum. Mun hann og hafa haft ástæðu
til að ætla, að hann yrði skipaður stiftamtmaður, er Thodal léti af
því embætti, svo sem til stóð árið 1784, þótt ekki yrði úr fyrr en
ári síðar. Fór það reyndar á annan veg, en verður ekki rakið hér.22
Þá skal þess getið, að sonur Ólafs, Magnús Stephensen síðar dóm-
stjóri (f. 1762), fór utan til náms við Kaupmannahafnarháskóla